Kambar nefnist hlíðin, sem ekin er niður af austanverðri Hellisheiði vestan Hveragerðis. Í fyrndinni runnu þar hraunflóð niður hana. Vegurinn niður Kamba þótti talsvert hrikalegur fyrrum en upphlaðinn vegur var fyrst lagður þar á árunum 1879-80.
Núverandi vegur var tilbúinn 1972. Núpafjall er þverhnípt hamrabrún, sem Kambabrún er hluti af. Þaðan er gjarnað stanzað í góðu veðri, þegar skyggni er gott, til að horfa yfir Suðurlandsundirlendið og Vestmannaeyjar frá hringsjánni.