Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hrútafjörður

Hrutafjörður Reykjahreppur

Hrútafjörður er um 36 km langur fjörður, sem liggur suður úr Húnaflóa. Næsti fjörður fyrir norðan hann er Bitrufjörður. Byggðin á vesturströndinni, Strandamegin, kallaðist Bæjarhreppur og var syðsta sveitarfélagið á Ströndum. Skráður íbúafjöldi í hreppnum var um það bil 100 manns, sem hafa atvinnu af landbúnaði, verslun og þjónustu. Dálítið þéttbýli er á Borðeyri. Eftir að sameining Húnaþings vestra og Bæjarhrepps var samþykkt þann 3. desember 2011 voru þessi tvö sveitarfélög sameinuð um áramótin 2011-2012. Sveitarfélagið Húnaþing vestra nær því upp á miðjan Stikuháls, sem aðskilur Hrútafjörð og Bitrufjörð á Ströndum.

Myndasafn

Í grennd

Borðeyri
Borðeyri er innanlega við Hrútafjörð vestanverðan og er löggildur verslunarstaður síðan 1846. Á Borðeyri var fyrrum lífleg verslun og mikill útflutnin…
Hólmavík
Hólmavík er kauptún við Steingrímsfjörð en þar er verzlunar- og þjónustumiðstöð fyrir Hornstrandir og hefur verið frá síðari hluta 19. aldar. Elzta hú…
Prestbakkakirkja, Strandir
Prestbakkakirkja er í Prestbakkaprestakalli í Húnavatnsprófastsdæmi, en Strandaprófastsdæmi var sameinað því 1970 og fluttist þá um leið úr Skálholtsb…
Reykir í Hrutafirði
Neðan bæjar að Reykjum við Hrútafjörð er Reykjatangi. Þar er Reykjaskóli og byggðasafn Strandamanna og Húnvetninga. Ofan tangans er hver, sem er nytja…
Skoða Norðurland frá Staðarskála
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hrútafirði til Siglufjarðar. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérstaklega getið hér að…
Skoða Strandir frá Staðarskála
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Húnaflóa til Jökulfirða. Þéttbýlis- og merkisstaða innan svæðisins er sérstaklega getið hér að neðan. Strandir er…
Staðarskáli N1 þjónustumiðstöð
Staðarskáli N1 þjónustumiðstöð við botn Hrútafjarðar annast þjónustu fyrir ferðamenn. Árið 2008 varð sú breyting á veglínu að gamli skálinn fór úr alf…
Strandasýsla
Strandasýsla liggur að vestanverðum Húnaflóa, nær frá Geirólfsgnúpi að norðan að Hrútafjarðará og Holtavörðuheiði að sunnan. Sýslan er 2630 km². Strön…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )