Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hjalli

Hjalli er bær og kirkjustaður í Ölfusi. Þar bjó einhver vitrasti og lögfróðasti höfðingi landsins á sínum   tíma, Skafti Þóróddsson, lögsögumaður (†1030). Síðasti katólski biskupinn í Skálholti, Ögmundur Pálsson, var í heimsókn hjá Ásdísi systur sinni að Hjalla 2. júní 1541, þegar danskir hermenn handtóku hann þar. Hann sætti illri meðferð í þeirra höndum og var fluttur til Hafnarfjarðar, þar sem hann var settur á skip til Kaupmannahafnar. Ögmundur lézt á leiðinni.

Kirkjan, sem nú stendur, var byggð 1928 og vígð 5. nóvember sama ár. Hún er fyrsta steinkirkjan, sem var reist austanfjalls. Meðal margra góðra gripa hennar er predikunarstóll með ártalinu 1797 (gefandi Páll Jónsson, klausturhaldari) og lítil, máluð altaristafla frá 20. öld, sem sýnir upprisuna.

Myndasafn

Í grennd

Arnarbæli
Bæjahverfið, sem Arnarbæli er hluti af, fékk nafnið Arnarbælishverfi. Arnarbælisforir eru mýrlendi á  þessu frjósama landsvæði. Mikill vatnsagi gerði …
Hveragerði, Ferðast og Fræðast
Upphaf byggðar í Hveragerði má rekja til ársins 1902, þegar ullarkembistöð var reist við Reykjafoss. Hveragerði er byggt á jarðhitasvæði og þess vegna…
Ölfus
Austanverð mörk sveitarfélagsins Ölfus liggja austan Alviðru undir Ingólfsfjalli og um Ölfusá til sjávar. Vestasti bær er Hlíðarendi og sveitarfélagið…
Ölfusárósar og Hraun í Ölfusi
Ölfusá er ein laxauðugasta veiðiá landsins og jafnframt er þar mikið af sjóbirtingi og bleikju. Neðst við Ölfusá er er bærinn Hraun, sem veiðistaðurin…
Þorlákshöfn
Þorlákshöfn er kauptún á Hafnarnesi, vestan ósa Ölfusár. Þar er eina góða höfnin á Suðurlandi frá Grindavík að Höfn í Hornafirði. Laxdælasaga segir f…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )