Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hellissandur og Rif,

Hellissandur

Fyrrum var mikil verstöð á Hellissandi líkt og víðar á útnesinu. Sjóminjasafnið í Sjómannagarðinum geymir m.a. Blika, elzta varðveitta áraskip á Íslandi, smíðað 1826. Staðurinn er dæmigert sjávarþorp þótt engin sé höfnin. Þar sjást enn víða minjar um sjávarútveg t.d. lending í Keflavík.

Bæjarskrifstofur Snæfellsbæjar eru á Hellissandi.

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
Skrifstofa þjóðgarðsvarðar
Klettsbúð 7
S. 436-6860
360 Hellissandur.

Rif var einhver mesta verzlunarhöfn á Snæfellsnesi fyrrum, en hún eyðilagðist þegar Hólmkelsá breytti farvegi sínum. Staðurinn á sér merka sögu og þar vógu Englendingar Björn ríka árið 1467. Þá mælti Ólöf ekkja hans hina fleygu setningu:„Eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liði”. Mjög góð höfn er á Rifi og nokkur fyrsta flokks fiskvinnsluhús. Ólafsvík, Hellissandur og Rif eru nú hlutar Snæfellsbæjar.

Kvöld eitt í byrjun nóvember árið 1993 söfnuðust rúmlega 500 manns saman á Hellissandi. Þar á meðal var erlent sjónvarps- og kvik-myndatökulið. Lögregla og björgunarsveit voru í viðbragðsstöðu, andrúmsloftið var þrungið spennu og allir biðu eftir því að klukkan myndi slá sjö mínútur yfir níu. Þá var nefnilega von á heimsókn utan úr geimnum.

Geimverur hafa boðað komu sína til Íslands þann 5. nóvember 1993 og munu þær lenda fari sínu á Snæfellsjökli. Svo virðist sem tilgangurinn með ferð þeirra hingað til lands sé fyrst og fremst að sýna sig opinberlega. Enn hvað um það. verið velkomin.

Innskot Birgir Sumarliðason flugstjóri og um tíma flugrekstarstjóri Vængja og eigandi nat.is
Vængir:
Flugfélagið Vængir starfaði á árunum 1970 til 1979. Það stundaði áætlunar- og leiguflug aðallega til staða á vesturlandi (Búðardals, Stykkishólms, Rifs og Reykhóla), vestfjörðum (Tálknafjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Hólmavíkur og Gjögurs) og á norðurlandi (Hvammstanga, Blönduóss, Siglufjarðar og Mývatns). Í flugflota Vængja voru flugvélar af ýmsum gerðum m.a. Beechcraft 18 og Piper PA-23 Apache. Vængir varð fyrsta flugfélagið hérlendis til að taka í notkun flugvél af gerðinni BN-2a Islander (1971) og fyrsta félagið hérlendis til að taka í notkun DHC-6 Twin Otter (1973).

 

Myndasafn

Í grennd

Gufuskálar
Ketill gufa Örlygsson var þar um kyrrt einn vetur samkvæmt Landnámu. Búið var þar til ársins 1948 og   þá yzta býlið í Neshreppi utan Ennis. Útgerð va…
Hólahólar
Hólahólar eru gömul gígaþyrping á vestanverðu Snæfellsnesi, skammt frá Hellnum steinsnar frá þjóðveginum. Hægt er að aka  á jafnsléttu inn á sléttan …
Kirkjur á Vesturlandi
Flestar kirkjur í landshlutanum Akrakirkja Akraneskirkja Álftaneskirkja Álftartungukirkja Bæjarkirkja Bjarnarhafn…
Lóndrangar og Þúfubjarg
Lóndrangar eru tveir klettar, sem tróna við ströndina skammt austan Malarrifs og vestan Þúfubjargs í  Breiðuvíkurhreppi á sunnanverðu Snæfellsnesi. Fr…
Ólafsvík
Byggð myndaðist snemma í Ólafsvík, enda góð fiskimið úti fyrir og góð lending. Hafnaraðstaða var bætt mjög um miðja 20. öldina og óx byggðin hratt í k…
Sjóminjasafnið Hellisandi
Sjómannadagsráð á Hellissandi og Rifi komu upp þessu safni í Sjómannagarðinum til minningar um  sögu sjómennsku. Þar má sjá áraskipið (áttæring) Blika…
Snæfellsjökull
Snæfellsjökull (1446m) á Snæfellsnesi er meðal formfegurstu jökla landsins. Flatarmál hans hefur minnkað mikið,  að vart er meira eftir en u.þ.b. 7 km…
Snæfellsnes
Snæfellsnes er þekkt fyrir fjölbreytta fegurð og dramatískt landslag og fjölbreytt afþreying. Á Snæfellsnesi má m.a. finna ölkeldur, lifandi strandmen…
Snæfellsnes kort
Kort af Snæfellsnesi á Vesturlandi Kort af Snæfellsnesi á Vesturlandi  …
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Akrafjall Akrakirkja Akranes Akraneskirkja …
Vesturland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá  Hvalfirði að Króksfjarðarnesi. Merkis- og þéttbýlisstaði má sjá hér að neðan. Vesturland er allþéttbýlt, byggðar…
Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
Þjóðgarðurinn á Snæfellsjökull Rekja má aðdraganda að stofnun þjóðgarðs á utanverðu Snæfellsnesi rúmlega 30 ár aftur í tímann en   skriður komst fyrs…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )