GULT Oft hreinn brennisteinn (sbr. Krýsuvíkursvæðið).
RAUTT og BRÚNT: Járn og brennisteinn (Fe og S), sem gengur í samband við súrefni úr andrúmsloftinu, þannig að brennisteinninn myndar gulan lit en járnið verður að rauðu og brúnu hematíti.
GRÁTT: Vegna uppleysingar í berginu af völdum brennisteinssýru. H2S gas blandast vatni og verður úr því H2SO4 (brennisteinssýra). Súrefnið kemur úr grunnvatninu. Grái liturinn er vegna leirefna (Clay minerals).
HVÍTT: Kísill (SiO2. Silica) og kalk (CaCO3, Calcium Carbonite). Stundum líka gips (CaSO4, H2O). Stóra hvíta skellan við Gunnuhver á Reykjanesi er aðallega úr gipsi (saltið að mestu þvegið úr).
Sjá meira um jarfræði Íslands hér að neðan: