Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Jarðfræði Austurland

Gerpir
Gerpir

Við boranir á Austurlandi kom í ljós, að gangberg er u.þ.b. 50% bergs á 3 km dýpi. Á Austurlandi eru a.m.k. 14 megineldstöðvar. Líklega eru Austfirðir elzti hluti landsins. Elzta berg á yfirborði við Gerpi er u.þ.b. 16 milljóna ára.

Mesta jökulrof ísaldar var 2 – 3 km. Það olli því, að innskot, kvikuhólf og kvikuþrær urðu að yfirborði landsins, þegar ísaldarjökullinn hvarf. Jarðskorpan er sveigjanleg og rís við minnkun fargsins. Líklega grynnist innsiglingin í höfninni á Höfn í Hornafirði stöðugt vegna þess, að Vatnajökull er að minnka.

Jarðfræðilega athyglisverðir staðir á Austurlandi eru m.a.
Teigarhorn, Eystra Horn, Vestra Horn, Borgarfjörður eystri, Loðmundarfjörður, Breiðdalur.

Myndasafn

Í grend

Austurland, ferðast og fræðast
Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit. Ut elit tellus, luctus nec ullamcorper mattis, pulvinar dapibus leo.…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )