Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Grenivík

Grenivík

Grenivík
Ferðavísir

Húsavík 108 km. um Dalsmynni <Grenivík> Akureyri 38 km.

Grenivík er kauptún í Grýtubakkahreppi austan Eyjafjarðar og norðan Dalsmynnis. Samkvæmt Landnámu nam maður að nafni Þormóður land á þessum slóðum. Kaldbakur er á aðra hönd en Þengilhöfði á hina og láglendið Höfðahverfi frá víkinni suður að Fnjóská er þéttbýlt og búsældarlegt. Ofan kauptúnsins er hólaþyrping gamalla ísaldarruðninga. Þegar á öðrum áratugi 20. aldar var komin byggð á Grenivík og 15-20 hús árið 1935. Þarna lifði fólk af sjó og landi en erfitt var um vik á veturna, því að hafnarskilyrði voru bág. Reynt var að reka lifrarbræðslu 1930-1940 en hún bar sig illa. Höfn var ekki gerð fyrr en árið 1965 og þá fjölgaði íbúum í kjölfarið. KEA rak sláturhús frá árinu 1916 og verzlun frá 1930. Grenivíkursókn er þjónað frá Laufási.

Dalsmynni tengir Eyjafjörð við Fnjóskadal skammt norðan Laufáss og sunnan Grenivíkur. Það er skarð, sem Fnjóská hefur breikkað og beggja vegna þess eru 800-1000 m há fjöll. Fossarnir í ánni voru gerðir laxgengir. Á veturna var Dalsmynni oft eina færa leiðin milli landshluta, en þó verður að gefa snjóflóðahættu gaum. Eftir Vaðlaheiðargöng er önnur leið milli landshluta.

Vegalendin frá Reykjavík er u.þ.b. 420 km.
og til Akureyrar 38 km.

Myndasafn

Í grennd

Akureyri, ferðast og fræðast
Akureyri er stærsti kaupstaður landsins utan höfuðborgarsvæðisins. Þessi fallegi bær kúrir í fallegum  ramma innst í Eyjafirði vestanverðum og einhver…
Flateyjardalur
Leiðin í Flateyjardal liggur um allt að 220 m háa Flateyjardalsheiði frá norðanverðum Fnjóskadal. Þessi   leið er einungis jeppafær að sumarlagi. Nokk…
Golfklúbbur Grenivíkur
Gofklúbburinn Hvammur Grenivík Símar: 460- Golfklúbburinn Hvammur var stofnaður 26. nóvember 2003. Arið 2004 var tekinn í notkun 6 holu völlur se…
Í Fjörðum
Kaldbakur er hátt og tignarlegt fjall við austanverðan Eyjafjörð, eitt hinna mörgu tilkomumiklu fjalla á  milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa. Sum þe…
Kaldbakur
Kaldbakur gnæfir yfir landslaginu austan Eyjafjarðar. Hann er ævinlega snævi þakinn. Við rætur hans er  Látraströnd, sem var tiltölulega þéttbýl allt …
Laufás
Prestssetrið og kirkjustaðurinn Laufás stendur sunnan við Dalsmynni, þar sem Fnjóská rennur til sjávar. Austan bæjar er Laufáshnjúkur og frá bæjarstæð…
Norðurland, ferðast og fræðast
Norðurland Vestra Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Hrútafirði til Siglufjarðar. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérst…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…
Tjaldstæði Grindavík
Tjaldstæðið í Grindavík opnaði sumarið 2009. Mjög góð aðstaða fyrir ferðamenn sem gista í tjöldum, fellihýsum, húsbílum og hjólhýsum. Tveir leikvellir…
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )