Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Flateyjardalur

flteyjardalur

Leiðin í Flateyjardal liggur um allt að 220 m háa Flateyjardalsheiði frá norðanverðum Fnjóskadal. Þessi   leið er einungis jeppafær að sumarlagi. Nokkurn veginn miðleiðis á heiðinni er sæluhús. Góð veiðiá, Dalsá, á upptök sín á þeim slóðum og rennur norður í Skjálfandaflóa. Á heiðinni er svonefndur Finnbogakambur, sem er kenndur við Finnboga ramma. Sagt er, að 15 óvinir hans hafi setið fyrir honum og honum hafi tekizt að drepa 12 þeirra áður en hjálp barst og þá flúðu þessir þrír, sem eftir lifðu.

Sagan af Finnboga ramma er mjög sérstök og hefst á Flateyjardal, vestan Víkna- og Kinnarfjalla, þar sem hann fæddist. Fyrrum voru fimm bæir í dalnum, sem er kominn í eyði. Búið var að Brettingsstöðum, stærsta býlinu í dalnum, til 1953. Brettingsstaðir voru kirkjustaður um hríð. Kirkjan var flutt þangað frá Flatey árið 1894. Hún var endurvígð í Flatey 1959. Brettingsstaðakirkju var þjónað frá Þönglabakka til 1907 en siðan frá Laufási. Undirlendi er talsvert í dalnum og sumarfagurt mjög. Vetrarríki er mikið á þessum slóðum og samgöngur voru með fádæmum erfiðar allt árið um kring.

Myndasafn

Í grennd

Flatey á Skjálfandaflóa
Flatey liggur u.þ.b. 2½ km undan Flateyjardal. Hún er u.þ.b. 2½ km löng, 1 km breið og 2,62 km2. Hæst rís hún 22 m úr sjó en talið er, að hún hafi ris…
Grenivík
Grenivík er kauptún í Grýtubakkahreppi austan Eyjafjarðar og norðan Dalsmynnis. Samkvæmt Landnámu nam maður að nafni Þormóður land á þessum slóðum. Ka…
Í Fjörðum
Kaldbakur er hátt og tignarlegt fjall við austanverðan Eyjafjörð, eitt hinna mörgu tilkomumiklu fjalla á  milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa. Sum þe…
Látraströnd
Ströndin við utan- og austanverðan Eyjafjörð, frá Grenjá norðan Grenivíkur til Gjögurs er kölluð  Látraströnd. Hún dregur nafn af nyrzta bænum Látrum…
Laufás
Prestssetrið og kirkjustaðurinn Laufás stendur sunnan við Dalsmynni, þar sem Fnjóská rennur til sjávar. Austan bæjar er Laufáshnjúkur og frá bæjarstæð…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )