Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Látraströnd

Ströndin við utan- og austanverðan Eyjafjörð, frá Grenjá norðan Grenivíkur til Gjögurs er kölluð  Látraströnd. Hún dregur nafn af nyrzta bænum Látrum, fyrrum Hvallátrum, sem er í eyði. Þarna var talsverð byggð og útræði fyrrum, en nú er aðeins búið allra syðst.

Landslagið einkennist af litlu undirlendi og sjávarhömrum en allmörgum lendingarstöðum. Þarna var og er gott sauðaland með kjarnmiklum gróðri. Snjóflóð ollu mann- og eignatjóni í gegnum tíðina.

Árið 1772 féll skriða á bæinn Miðhús. Fjórir fórust en fimm komust af. Einum var bjargað eftir tuttugu dægur.

Myndasafn

Í grennd

Grenivík
Grenivík er kauptún í Grýtubakkahreppi austan Eyjafjarðar og norðan Dalsmynnis. Samkvæmt Landnámu nam maður að nafni Þormóður land á þessum slóðum. Ka…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )