Grafarlönd eystri eru í austanverðu Ódáðahrauni, norðan Herðubreiðar við veginn í Herðubreiðarlindir. Gróðurræmur eru meðfram Grafarlandaá, þar sem er nægur raki. Þar þrífst einkum grávíðir og hrossanál. Áin er um 15 km löng lindaá og tiltölulega greið yfirferðar. Fólk stanzar gjarnan við fossinn, sem er steinsnar frá veginum og sumir krækja sér í silung í soðið neðan hans.