1942 brann bærinn Elliðakot sem er skammt frá Gunnarsholma til kaldra kola. Nær því engu af húsmunum og fatnaði var bjargað úr eldinum. Útihúsin tókst að verja vegna fádæma snarræðis með því að bera á þau vatn, sem sótt var úr mýri, þaðan skammt frá. er Atthagi sem er vatn í landi Elliðakots”
Jörðin Gunnarshólmi sem var kenndur við Gunnar í Von við Laugaveg Reykjavík (Sem nú er hótel) nitjaði jörðina Elliðakot til marga ára.
Tvö sel eru jafnan sýnd á landakortum við austanvert Selvatn, Litlasel og Stórasel. Litlasel sem var bústaður fyrrum eiganda Gunnarshólma.
Gudduós er afrennsli Selvatns, sem er upphaf Hólmsár og Nátthagavatn lítið vatn norðan Geirlands, afrennsli þess sameinast Hólmsá skammt ofan við Gunnarshólma, sem rennur síðan í Elliðavatn. Talsvert er af fiski í ánni aðalega urriði 1-2 pund en í Nátthagavatni er talsvert af bleikju.