Barðstrendingafélagið í Reykjavík lét reisa gisti- og veitingahús í Bjarkalundi á árunum 1945-47.
Skammt þaðan, norðuraf, eru Vaðalfjöll (1½ klst. ganga). Berufjarðarvatn er sunnan Bjarkarlundar. Alifiskalækur rennur í það.
Þorskfirðingasaga segir, að fiskar hafi verið fluttir í lækinn. Það mun vera elsta sögn um fiskirækt á Íslandi.
Kinnastaðaá rennur úr vatninu í Þorskafjörð.
Ýmis þjónusta stendur ferðamönnum til boða og er þar m.a. veiði í vötnum og ám.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 200 km.
Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland sem er í boði nat.is !!!
Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir: