Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Arnarfjörður

Arnarfjörður

Arnarfjörður er mikill flói, sem opnast milli Kópaness og Sléttaness. Hann er 5-10 km breiður og um 30   km langur inn í botn Dynjandisvogs. Innanvert skiptir Langanes honum í tvær álmur og heitir sú syðri Suðurfirðir en úr norðurálmunni ganga Borgarfjörður og Dynjandisvogur.

Yzt að firðinum ganga sæbrött hamrafjöll, einkum að norðan, og hvarvetna er undirlendi lítið. Um miðbik norðurstrandar, í grennd við Hrafnseyri, fær landslagið sérstakan svip. Þar eru dalir og skörð, nær engir klettar en annars staðar kambar og strýtur. Arnarfjörður er allur djúpur nema sandrif gengur út frá Langanesi. Þar út af og inni á Reykjafirði eru mikil kalkþörungamið og hugsanlegt er, að hagstætt sé að vinna þar kalkmjöl.

Flóki Vilgerðarson nam þar land (Barðaströnd) gaf Íslandi nafn sitt eftir að hafa klifið þar fjall (hugsanlega Lónfell – 752 m) og séð fjörð (hugsanlega Arnarfjörð) fullan af hafís.

Myndasafn

Í grennd

Bíldudalur
Bíldudalur er kauptún utarlega við Bíldudalsvog, sem gengur inn úr Arnarfirði. Verslun hófst snemma á Bíldudal og settu margir merkir athafnamenn merk…
Dynjandisfoss
Dynjandisfoss er mestur fossa á Vestfjörðum. Hann er í Dynjandisá, sem fellur í Dynjandisvog. Hún á upptök sín í nokkrum vötnum á Dynjandisheiði, aðal…
Hrafnseyri
Bær og kirkjustaður og fyrrum prestsetur í Auðkúluhreppi við norðanverðan Arnarfjörð. Bærinn stendur allhátt í hvammi, svo að útsýni er þaðan lítil, n…
Selárdalur
Selárdalur er næstvestastur Ketildala í Arnarfirði. Í dalnum er bær sem heitir líka Selárdalur og var eitt af höfuðbólum Vestfjarða. Selárdalsprest…
Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Botn er í Bo…
Tálknafjörður
Tálknafjörður er lítið kauptún, sem fyrrum var nefnt Sveinseyri eða Tunguþorp, þar sem sjávarútvegur og fiskvinnsla hefur verið stunduð af miklum kraf…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )