Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Selárdalur

Bíldudalur

Selárdalur er næstvestastur Ketildala í Arnarfirði. Í dalnum er bær sem heitir líka Selárdalur og var eitt af höfuðbólum Vestfjarða.

Selárdalsprestakall var áður fyrr talið með betri prestaköllum landsins, með því að Stóra-Laugardalssókn sem náði yfir allan Tálknafjörð var annexía frá Selárdal. Einn af Selárdalsprestum varð síðar biskup, en það var Gísli Jónsson, sem var prestur í Selárdal frá 1547-1557. Séra Gísli varð biskup í Skálholti eftir Marteinn biskup Einarsson.

Frægir ábúendur í Selárdal eru t.d. Bárður svarti Atlason (afi Hrafns Sveinbjarnarsonar), Páll Björnsson, Gísli á Uppsölum, Hannibal Valdimarsson og Samúel Jónsson, sem kallaður hefur verið listamaðurinn með barnshjartað. Þar fæddist Jón Þorláksson á Bægisá. Síðasti bærinn, Neðribær, fór í eyði 2010.

Myndasafn

Í grennd

Arnarfjörður
Arnarfjörður er mikill flói, sem opnast milli Kópaness og Sléttaness. Hann er 5-10 km breiður og um 30   km langur inn í botn Dynjandisvogs. Innanvert…
Bíldudalur
Bíldudalur er kauptún utarlega við Bíldudalsvog, sem gengur inn úr Arnarfirði. Verslun hófst snemma á Bíldudal og settu margir merkir athafnamenn merk…
Gísli á Uppsölum
Gísli á Uppsölum, skírður Gísli Októvíanus Gíslason (f. 29.október 1907 - d. 31.desember 1986) var bóndi og einbúi í Selárdal á Vestfjörðum. Gís…
Selárdalskirkjan hans Samúels
Selárdalskirkjan hans Samúels er í Bíldudalsprestakalli í Barðastrandarprófastsdæmi Samúel Jónsson (1884-1969) átti lengi heima að Brautarholti í Sel…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )