Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Álftamýri

Álftamýri er eyðibýli við norðanverðan Arnarfjörð, fyrrum kirkjustaður og prestssetur til 1880, en þá var   sóknin lögð til Hrafnseyrar. Katólskar kirkjur á staðnum voru helgaðar Maríu guðsmóður og Jóhannesi skírara. Bærinn fór í eyði skömmu eftir 1950. Kirkjan, sem var byggð þar 1896 skemmdist í ofviðri 1966. Skömmu síðar var hún rifin og sóknin sameinaðist Hrafnseyrarsókn.

Mitt á milli Baulhúsa og Álftamýrar er Hlaðsbót. Hún er í landi Álftamýrar og þar var um skeið verstöð og löggiltur verslunarstaður 1893. Hvalveiðar í Arnarfirði voru löngum stundaðar frá Álftamýri og Stapadal, þar sem voru margir færir skutlarar í gegnum tíðina, enda æfðu þeir sig í listinni eins og hverri annarri íþrótt. Reyðarhvalir gerðu sig heimakomna í firðinum á vorin og dvöldu þar sumarlangt á meðan kálfarnir voru að stækka. Þeir voru mjög spakir og veiðin hófst skömmu áður en þeir sýndu á sér fararsnið. Arnfirðingarnir notuðu sérsmíðaða báta til veiðanna og skutluðu einungis kálfa. Hvalkjötinu var skipt niður á alla bæi sveitarinnar og þótti gott búsílag. Kunnugir fullyrtu, að sömu hvalirnir kæmu ár eftir ár með afkvæmi sín og sumir báru nöfn. (Skeifa, Skjalda, Halla Rafnseyrar-Kolla o.fl.). Þessi veiði var árviss þar til Norðmenn fengu leyfi til hvalveiða úti fyrir Vestfjörðum 1888. Þá hurfu allir hvalir úr firðinum og komu ekki aftur.

 

Myndasafn

Í grennd

Bíldudalur
Bíldudalur er kauptún utarlega við Bíldudalsvog, sem gengur inn úr Arnarfirði. Verslun hófst snemma á Bíldudal og settu margir merkir athafnamenn merk…
Ísafjörður
Ísafjörður, sem stendur við Skutulsfjörð, hét að fornu Eyrarhreppur, en var einnig áður nefndur Eyri. Ísafjörður er gjarnan sagður vera höfuðstaður me…
Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Botn er í Bo…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )