Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Stöðvarfjörður

Stöðvarfjörður

Ferðavísir:
Fáskrúðsfjörður 28 km.<Stöðvarfjörður> Breiðdalsvík 17 km.

Við Stöðvarfjörð norðanverðan er samnefnt kauptún. Þar hófst verzlun árið 1896 og byggðarkjarni myndaðist út frá henni. Aðalatvinnuvegur Stöðfirðinga er fiskvinnsla og útgerð en sjósókn hefur verið stunduð þar lengur en víðast annars staðar á Austfjörðum. Þorskeldi var stundað á Stöðvarfirði, en það þykir sérstakt hérlendis.
Ljósbjörg Petra María Sveinsdóttir (24.12.1922-10.01.2012) og fjölskylda hennar á Stöðvarfirði safnaði stærsta einkasteinasafni í heimi.
Víða um Austfirði má finna sjaldgæfa og sérkennilega steina. Petra fann upphaflega flesta steina sína í fjöllunum við Stöðvarfjörð. Nafn fjarðarins og kaupstúnsins er dregið af verstöðvum, sem voru þar fyrrum.

Margir áhugaverðir staðir og skemmtilegar gönguleiðir eru við Stöðvarfjörð, s.s. brimhverinn Saxi niðri við sjó í landi Bæjarstaða, merkilegt náttúrufyrirbrigði, sem best er að skoða þegar hreyfir vind. Steðjinn er um klst. göngu frá kauptúninu. Þar er stórt kerald, sem sagt er að íbúar hafi flúið í, þegar Tyrkir fóru ránshendi um Austurland 1627.

Vegalengdin frá Reykjavík er um 650 km um suðurströndina.

 

Myndasafn

Í grennd

Austurland, ferðast og fræðast
Mörk þessa svæðis eru hér dregin frá Jökulsárlóni að Bakkafirði. Þéttbýlis- og merkisstaða og afþreyingar innan svæðisins er sérstaklega getið neðan v…
Hafnarnes
Hafnarnes er eyðibyggð austarlega á suðurströnd Fáskrúðsfjarðar. Búsetan þar byggðist á útgerð og  þorp   myndaðist á seinni hluta 19. aldar á jörðinn…
HEIÐAR AUSTURLANDS
Helstu heiðar á Austurlandi JÖKULDALSHEIÐI Jökuldalsheiði er víðast í nánd við 500 m yfir sjó og er u.þ.b. 60 km löng á milli Þríhyrningsfjallgarðar…
Sögustaðir Austurlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landsins Aðalból Álfaborg Álfatrú Álftafjörður Ás í Fellum Ás í Fellum Áskirkja …
Stöðvarfjarðarkirkja
Stöðvarfjarðarkirkja er í Heydalaprestakalli í Austfjarðaprófastsdæmi. Hún var byggð árið  1925. Yfirsmiður var Hóseas Björnsson frá Höskuldsstöðum í …
Tjaldstæðið Reyðarfjörður
Norðmenn höfuðstöðvar sínar fyrir síldarútveg 1883-1890. Þá var fjörðurinn fullur af síld og verzlun á Hrúteyri. Hafnarskilyrðin ollu því, að Bretar h…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )