Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Stöðvarfjarðarkirkja

Stöðvarfjarðarkirkja er í Heydalaprestakalli í Austfjarðaprófastsdæmi. Hún var byggð árið  1925. Yfirsmiður var Hóseas Björnsson frá Höskuldsstöðum í Breiðdal. Prestssetur var lengi í Stöð, en kirkjan þar var rifin 1925 (byggð 1879).

Getið er um kirkju á Stöðvarfirði í kirknatali Páls biskups um 1200. Númerataflan í kirkjunni var flutt úr Stöðvarkirkju og er frá 1887. Altaristaflan, sem sýnir krossfestinguna, er líklega eftir Þorstein Guðmundsson í Hlíð. Ríkharður Jónsson gerði skírnarsáinn. Stöðvarfjörður heyrir nú undir Heydalaprestakall.

Gamla kirkjan hefur verið gistiheimili fyrir svefnpokaferðamenn um nokkurra ára skeið.

Myndasafn

Í grennd

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )