Allt um Ísland á einum stað er markmið okkar með þessum íslenska vef. Fyrstu síðurnar voru skrifaðar 1998 og hefur þeim fjölgað jafnt og þétt gegnum árin og eru nú yfir 3.000. Margir hafa komið að gerð vefsins og líklega hefur enginn sett saman fleiri síður en ferðaleiðsögumaðurinn Friðrik Haraldsson heitinn. Til að rata um vefinn er gott að nota leitarvélina að ofan eða velja landshluta á litríka kortinu okkar og hefja förina þaðan. Fyrst koma þéttbýlisstaðir og síðan hafsjór af tengdum stöðum.
Skoðaðu sögustaði, kirkjur, veiðistaði, stærstu vötn og lengstu ár, fossa, torfbæi, jökla, eldgos, eyjar og margt fleira.
Enn erum við að setja inn upplýsingar um ýmsa staði og myndir þeim fylgjandi. Góða skemmtun.
Njóttu ferðalags um Ísland á vefnum.