Annað land – Annað líf!
Vesturferðir Íslendinga 1870 – 1914.
Í Vesturfarasetrinu á Hofsósi er margþætt og lifandi starfsemi. Í húsinu er fræðandi og skemmtileg sögusýning, ættfræði- og upplýsingamiðstöð, bókasafn, fyrirlestrasalur og verzlun. Rekstur setursins er í höndum Snorra Þorfinnssonar ehf. Fyrirtækið dregur nafn sitt af syni Þorfinns karlsefnis og Guðríðar Þorbjarnardóttur, sem er talinn hafa verið fyrsta hvíta barnið fætt vestanhafs. Eitt af meginmarkmiðum fyrirtækisins er að vinna að auknum samskiptum Íslendinga og afkomenda vesturfaranna.
Þú ert að hefja ferð til fortíðar. Á göngu þinni um gamla kaupfélagshúsið kynnist þú Íslandi á tímabilinu 1870-1914 og ferðum Íslendinga til Vesturheims. Gerð er grein fyrir lífsskilyrðum á Íslandi, ástæðum vesturferða, ferðalaginu yfir hafið og landnámi í Ameríku.
Ísland á 19. öld. Fólksfjöldi, fjöldi útflytjenda og árferði. Mormónar og Brasilíufarar verða fyrstir til að flytja vestur um haf.
Aðdragandi vesturferða. Áróður fyrir landnámi í Ameríku og andóf gegn honum. Samspil breyttra verzlunarhátta og vesturferða.
Umboðsmenn, „agentar“, og hlutverk þeirra.
Búskapur á 19. öld. Búizt til brottfarar.
Íslenzkt þjóðlíf í uppstokkun. Nýir mögulekar fyrir þá, sem gátu breytt lífsháttum sínum.
Líf þurrabúðarfólks.
Breytingar í atvinnulífi þjóðarinnar á tímabilinu 1870-1914. Nýjungar í búskap, stórefling í sjávarútvegi, iðnvæðing og þéttbýlismyndun.
Verbúð.
Flutningar vestur um haf, farkostir og ferðatilhögun.
Um borð í farþegaskipi. Aðbúnaður um borð.
Bjálkakofi. Fyrstu híbýli landnemanna.
Ameríka. Land tækifæranna. Íslendingabyggðir, aðstæður og efnahagur.
Íslenzkir landnemar í Vesturheimi. Nágrannar, atvinna, gamlir siðir í nýju umhverfi, útgáfumál og þekktir Vestur-Íslendingar.
Verslun. Minjagripir.
Fyrirlestrarsalur.
Bókasafn.
Ættfræðisetur, upplýsingamiðstöð.
Sýningarsalur, sérsýningar.