Leiðin upp Skaftártunguna vestan Skaftár er hrífandi fögur og fær jeppum. Best er að aka sem leið liggur upp úr Álftaveri gamla þjóðveginn um Hrífunes og inn á fjallveg F22. Þaðan er farið eins og leið liggur um Eldgjá, upp og yfir Herðubreiðarháls og strax til hægri handan hans. Þar liggur jeppaslóði meðfram Skuggafjallakvísl og Grænafjallagarði alla leið að suðvesturenda Langjasjávar og Sveinstindi. Annar slóði liggur síðan meðfram vatninu norðvestanverðu um Breiðbak í Tungnárfjöllum, sem sumir hafa notað til að aka yfir upptakakvíslar Tungnár til Jökulheima Skaftáreldar, sem brunnu árið 1783, sköpuðu þetta stórkostlega landslag og voru skaðlegustu náttúruhamfarir fyrir lífríki landsins á sögulegum tíma byggðar í landinu.
Í Langasjó er góð silunsveiði aðalega bleikja 1-5 pund og gott veiðihús er á stðnum.