Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

VEIÐIVÖTN Á SKAFTÁRTUNGUAFRÉTTI Langisjór

Leiðin upp Skaftártunguna vestan Skaftár er hrífandi fögur og fær jeppum. Best er að aka sem leið liggur upp úr Álftaveri gamla þjóðveginn um Hrífunes og inn á fjallveg F22. Þaðan er farið eins og leið liggur um Eldgjá, upp og yfir Herðubreiðarháls og strax til hægri handan hans. Þar liggur jeppaslóði meðfram Skuggafjallakvísl og Grænafjallagarði alla leið að suðvesturenda Langjasjávar og Sveinstindi. Annar slóði liggur síðan meðfram vatninu norðvestanverðu um Breiðbak í Tungnárfjöllum, sem sumir hafa notað til að aka yfir upptakakvíslar Tungnár til Jökulheima Skaftáreldar, sem brunnu árið 1783, sköpuðu þetta stórkostlega landslag og voru skaðlegustu náttúruhamfarir fyrir lífríki landsins á sögulegum tíma byggðar í landinu.

Í Langasjó er góð silunsveiði aðalega bleikja 1-5 pund  og gott veiðihús er á stðnum.

Myndasafn

Í grennd

Eldgjá
Eldgjá er u.þ.b. 40 km löng gossprunga norður frá Mýrdalsjökli að Gjátindi og norðan hans má rekja hana að Uxatindum. Hún er einstakt náttúrufyrirbæri…
Lakagígar
Lakagígar urðu til í einhverju mesta hraungosi á jörðunni á sögulegum tímum. Það hófst 8. júní 1783 á  suðvesturhluta gossprungunnar, þar sem hét Varm…
Skaftá
Skaftá - Skaftárhlaup Skaftá er blönduð jökulsá og lindá. Meginhluti jökulvatnsins kemur undan Skaftárjökli og nokkuð jökul-  og lindavatn úr Langasj…
Sveinstindur skáli Útivistar
Skálinn við Sveinstind er suðaustan við fjallið. Aðkoma bifreiða er frá slóða að Langasjó en að skálanum er fylgt stikuðum slóða vatnamælingamanna til…
VEIÐIVÖTN Á SKAFTÁRTUNGUAFRÉTTI Langisjór
Leiðin upp Skaftártunguna vestan Skaftár er hrífandi fögur og fær jeppum. Best er að aka sem leið liggur upp úr Álftaveri gamla þjóðveginn um Hrífunes…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )