Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Veiðileysufjörður

Jökulfirðir

Veiðileysufjörður er u.þ.b. 8 km langur til norðurs og allt að 2 km breiður og þarmeð lengstur  . Hann er girtur bröttum og hömróttum fjöllum og láglendi er af skornum skammti. Kvíanúpur og Kvíarfjall eru fremst austan hans og Lásafjall að vestan. Gjálpardalur gengur inn í hálendið yzt að vestanverðu og þaðan liggur gönguleið upp á Lásafjall. Mardareyrarfjall er innan hans og undir því er Marðareyri. Í hlíðinni ofan eyrarinnar er sagt vera bezta berjaland landsins. Innst sveigir fjörðurinn til austurs. Meleyri er undir Lónahorni. Þar voru hvalstöðvar í nokkur ár en engin vegsummerki eru eftir þær. Fjallið Tafla er fyrir botni fjarðarins og sunnan þess er Karlsstaðadalur og í honum örnefnið Karlsstaðir, sem þykir benda til búsetu fyrrum. Djúpuhliðarfjall er utan dalsins, ofan og vestan Karlsstaða. Undir því er Langeyri og rif út í fjörðinn. Þar sem undirlendið er stærst, eru nokkur eyðibýli, s.s. Hlaðseyri, Steig í Bæjardal, Marðareyri, og Steinólfsstaðir suðvestan Lónhorns.

Marðareyri var nefnd eftir bóndanum Merði, sem sagt er frá í þjóðsögu um Bölt nátttröll, sem rændi ungum manni, sem hann ætlaði dóttur sinni. Dóttirin var ástfangin af tröllinu í Kálfatindum á Hornbjargi og þýddist piltinn ekki. Með fjölkyngi Marðar og aðstoð Steinólfs á Steinólfsstöðum tókst að bjarga honum til mannheima á ný og tröllið varð að steini í hlíðinni utan Seleyrar í Hesteyrarfirði. Mörður var heygður með dýrgripum sínum í Marðarhóli nærri rústum bæjarins. Hólinn má ekki nytja. Manni nokkrum, sem var á ferð þarna, varð það á að tína ber á hólnum. Kona hans ávítaði hann fyrir og á fyrsta vinnudegi eftir fríið í Jökulfjörðum sagaði hann í hægri höndina og slasaði sig.

Gönguleiðir
Frá Steig liggur leið upp á Kvíarfjall og niður Kvíardal að eyðibýlinu Kvíum. Einnig er hægt að ganga upp í Hafnarskarð.

Upp úr fjarðarbotninum er líka leið upp um Hafnarskarð til Hornvíkur. Þetta er greiðfær leið og fjölfarnari (519m).

Greiðfær gönguleið liggur upp frá Steinólfsstöðum yfir í Hesteyrarfjörð. Einnig er hægt að ganga þaðan upp í Hlöðuvíkurskarð til Hlöðuvíkur.

Myndasafn

Í grennd

Hornstrandir
Hornstrandir Vestfjörðum Nyrsti hluti Vestfjarða er Hornstrandir, sem markast af Geirólfsgnúpi í austri og nú eru vesturmörkin oftast miðuð við Rit v…
Jökulfirðir
Austur úr Ísafjarðardjúpi utarlega, milli Bjarnarnúps og Grænuhlíðar, gengur flói eða breiður fjörður, nokkrir firðir kvíslast frá til norðurs, austu…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )