Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Tungnafellsjökull

Tungnafellsjökull

Tungnafell (1392m) er ávalt og bratt fell norðan Tungnafellsjökuls og nafngjafi hans. Jökullinn sjálfur, vestan Vonarskarðs, er 10 km langur og 5-6 km breiður og heildarflatarmálið í kringum 48 km². Hlíðar fjalllendisins, sem hann hvílir á, eru víðast brattar og skörðóttar að sunnan og vestan. Uppi á vesturbrúninni er hæsti staðurinn, Háyrna (1520m). Norðnorðaustar er mjór hryggur, Fagrafell, í jökulröndinni.

Fyrstur til að kanna jökulinn var Hans Reck, sem var þar á ferð árið 1908 og Hermann Stoll gekk á jökulinn þremur árum síðar.

Sunnan jökulsins er Nýidalur eða Jökuldalur og fyrir mynni hans eru skálar Ferðafélags Íslands, sem eru líka kenndir við Tungnafell.

Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland sem er í boði nat.is !!!

Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir:

Myndasafn

Í grennd

Eldgos á Íslandi
Eyjar í Atlantshafi, sem orðið hafa til á rekás Atlantshafshryggjarins: Asoreyjar, Bermuda, Madeira, Kanaríeyjar, Ascension, St. Helena, Tristan da Cu…
Jöklar
Jöklar Íslands Jöklar landsins þekja rúmlega 11% af heildarfleti þess. Hinir stærstu eru á sunnanverðu landinu eða í miðju þess. Helzta ástæðan er sú…
Nýidalur, Ferðast og Fræðast
Nýidalur er sunnan í Tungnafellsjökli með mynni mót vestri. Hann liggur í boga til suðurs og síðan til norðurs. Nýjadalsá er upphaf Fjórðungskvíslar. …
Sögustaðir Hálendinu
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Sögustaðir. Nýjar og gamlar Hálendisleiðir, útilegumenn, þjófar og draugar eru meðal þess sem finna má á sö…
Vonarskarð
Vonarskarð er á milli Bárðarbungu (2000m) í Vatnajökli og Tungnafellsjökuls (900-940 m.y.s.). Nafn þess er talið vera frá landnámsöld, þegar Bárður He…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )