Tindfjallajökull (1251m) er u.þ.b. 19 km² upp af innanverðri Fljótshlíð. Nafnið er réttnefni vegna margra tinda, sem standa upp úr jöklinum. Ýmir (1462m) er þeirra hæstur og Ýma næsthæst. Þessir tindar eru margir erfiðir uppgöngu og því eftirlæti fjallgöngumanna. Undir jöklinum austanverðum er talsvert af ríólíti og norðaustantil er gígurinn Sindri. Flikruberg (ignimbrít), sem finnst í Þórsmörk, má rekja til eldgoss á hlýskeiði seint á ísöld í Tindfjöllum. Nokkrar ár falla frá jöklinum, s.s. Valá til Eystri-Rangár, Blesá norðar með fallegum fossi og Hvítmaga, sem fellur til Markarfljóts. Innri- og Fremri Botnár sameinast í Gilsá í hrikalegu gljúfri niður að Markarfljóti. Þórólfsá rennur um Jökuldal milli bláfells og Tindfjalla og jarðarinnar Fljótsdals og Þórólfsfells í Markarfljót. Tindfjöll hafa löngum verið vinsæl meða skíðafólks síðari hluta vetrar og á vorin. Þar eru þrír fjallaskálar, sem skíðafólkið hefur aðstöðu.