Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Tindfjallajökull

Tindafjöll frá Emstrum

Tindfjallajökull (1251m) er u.þ.b. 19 km² upp af innanverðri Fljótshlíð. Nafnið er réttnefni vegna margra tinda, sem standa upp úr jöklinum. Ýmir (1462m) er þeirra hæstur og Ýma næsthæst. Þessir tindar eru margir erfiðir uppgöngu og því eftirlæti fjallgöngumanna. Undir jöklinum austanverðum er talsvert af ríólíti og norðaustantil er gígurinn Sindri. Flikruberg (ignimbrít), sem finnst í Þórsmörk, má rekja til eldgoss á hlýskeiði seint á ísöld í Tindfjöllum. Nokkrar ár falla frá jöklinum, s.s. Valá til Eystri-Rangár, Blesá norðar með fallegum fossi og Hvítmaga, sem fellur til Markarfljóts. Innri- og Fremri Botnár sameinast í Gilsá í hrikalegu gljúfri niður að Markarfljóti. Þórólfsá rennur um Jökuldal milli bláfells og Tindfjalla og jarðarinnar Fljótsdals og Þórólfsfells í Markarfljót. Tindfjöll hafa löngum verið vinsæl meða skíðafólks síðari hluta vetrar og á vorin. Þar eru þrír fjallaskálar, sem skíðafólkið hefur aðstöðu.

Myndasafn

Í grennd

Eldgos á Íslandi
Eyjar í Atlantshafi, sem orðið hafa til á rekás Atlantshafshryggjarins: Asoreyjar, Bermuda, Madeira, Kanaríeyjar, Ascension, St. Helena, Tristan da Cu…
Jöklar
Jöklar Íslands Jöklar landsins þekja rúmlega 11% af heildarfleti þess. Hinir stærstu eru á sunnanverðu landinu eða í miðju þess. Helzta ástæðan er sú…
Markarfljót
Markarfljót á meginupptök sín í Mýrdalsjökli en einnig úr Eyjafjallajökli og fönnum Hrafntinnuskers. Áin er u.þ.b. 100 km löng og vatnasviðið nálægt 1…
Stokkalækur
Náttúrufegurð er mikil á Stokkalæk. Lækurinn, sem bærinn dregur nafn sitt af, rennur í afar fögru gili,   þar sem náttúrulegir hraunfossar gleðja auga…
Tindfjallasel, Útivist
TINDFJALLASEL Útivist hefur í samvinnu við Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík tekið nýjan skála í notkun í Tindfjöllum sem nefnist Tindfjallasel. Þett…
Þórólfsfell
Þórólfsfell (574m) er austan byggðar í Fljótshlíð. Landnámabók segir frá landnámi Þórólfs Askssonar vestan Fljóts milli tveggja Deildaráa og að systu…
Þórsmörk
Þórsmörk er ein af fegurstu náttúruperlum landsins, umlukin fögrum fjöllum, jöklum og jökulám. Hér með sanni segja að sjón sé sögu ríkari, því til að …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )