Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Tindfjallasel, Útivist

Tindafjöll frá Emstrum

TINDFJALLASEL
Útivist hefur í samvinnu við Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík tekið nýjan skála í notkun í Tindfjöllum sem nefnist Tindfjallasel. Þetta er neðsti skálinn af þremur í Tindfjöllum og kemur hann í stað eldri skála Flugbjörgunarsveitarinnar. Tilkoma skálans opnar nýja möguleika á að njóta margs konar útivistar á þessu stórkostlega svæði. Þetta er 30 manna skáli sem hentar vel fyrir bækistöðvarferðir, hvort heldur er á gönguskíðum að vetri eða fyrir gönguferðir að sumarlagi. Auðveldara verður að fara í lengri ferðir þar sem gengið er yfir Tindfjöll og áfram í Hungurfit og Dalakofa.

Saga Tindfjalla sem útivistarsvæðis á sér nokkuð langa sögu. Fjallamenn með Guðmund frá Miðdal í fararbroddi sóttu mikið á þetta svæði um miðja síðustu öld og byggðu þeir fyrsta skálann í Tindfjöllum árið 1941. Þekktustu tindarnir eru Ýmir og Ýma, en af öðrum má nefna Saxa, Búra, Haka, Hornklofa, Sindra og Ásgrindur að ógleymdum Tindi sem svæðið dregur nafn sitt af. Hér er því nóg af toppum til að klífa.

Myndasafn

Í grennd

Dalakofinn, Útivist
Dalakofinn að Fjallabaki Dalakofinn er rétt norðan Laufafells í nágrenni Reykjadala að Fjallabaki og er sérlega vel staðsettur í   þessari stórkostle…
Fjallabak nyðra Landmannaleið
Skaftfellingar nefna þessa leið Fjallabaksveg og telja það eldra og réttara. Hún liggur á milli Landsveitar og Skaftártungu norðan Heklu og Torfajökul…
Fjallabak Syðra Miðvegur
Þessi leið tengir Rangárvelli og Skaftártungu. Hún hefst við Keldur á Rangárvöllum, sé ekið til austurs. Þaðan er haldið upp með Eystri-Rangá um Laufa…
Tindfjallajökull
Tindfjallajökull (1251m) er u.þ.b. 19 km² upp af innanverðri Fljótshlíð. Nafnið er réttnefni vegna margra tinda, sem standa upp úr jöklinum. Ýmir (146…
Torfajökull
Torfajökull rís hæst í 1190 m og flatarmál hans er u.þ.b. 15 km². Hann er ekki auðséður úr öllum áttum, víða skyggja önnur fjöll á hann, einkum að no…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )