Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Dalakofinn

Dalakofinn

Dalakofinn að Fjallabaki

Dalakofinn er rétt norðan Laufafells í nágrenni Reykjadala að Fjallabaki og er sérlega vel staðsettur í   þessari stórkostlegu náttúru. Eigendur Dalakofans er Stolzenwald fjölskyldan, en Rúdolf Stolzenwald sem upphaflega byggði skálann árið 1971 var frumkvöðull í hálendisferðum og ferðaðist mikið á vélsleðum og jeppum um þetta svæði. Útivist og börn Rúdolfs sem öll eru félagsmenn í Útivist gerðu með sér samkomulag um endurbyggingu skálans og lauk þeirri endurgerð 2010.

Fyrir voru tveir A-skálar en Útivist byggði tengibygging á milli þeirra. Í gömlu skálunum eru svefnrými fyrir 18 manns í hvorum hluta en í tengibyggingunni er rúmgott eldhús og borðsalur ásamt salerni sem er virkt yfir sumartímann og góðri forstofu.
Dalakofinn er sérlega vel staðsettur fyrir hvers konar ferðalög um Fjallabak. Frá honum er hægt að fara í lengri og styttri gönguferðir um fjölbreytt jarðhitasvæði og hæfileg dagsganga er þaðan í fjölda skála á svæðinu. Þá hentar staðsetning Dalakofans sérlega vel til vetrarferða. Frá Keldum er jafnan gott að komast í skálann og hvergi þarf að fara yfir ár. Þegar þangað er komið er hins vegar stutt í mjög skemmtilegt ferðasvæði um Reykjadali, Krakatindaleið og Hrafntinnusker svo eitthvað sé nefnt.

GPS Staðsetning skálans er N 63°57.048‘ W 19°21.584‘
Book online:

 

Myndasafn

Í grend

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )