Þykkvabæjarklaustur er kirkjustaður í Álftaveri. Þar var munkaklaustur í katólskum sið, stofnað 1168, og
hélzt til siðaskipta.
Nafntogaðasti munkurinn þar var Eysteinn Ásgrímsson. Hann var uppi á 14. öld og kom nafni sínu á spjöld sögunnar með hinu ódauðlega helgikvæði „Lilju“, sem allir vildu ort hafa.
Stuðlabergssúla stendur þar, sem talið er að klaustrið hafi staðið. Margar sögur fara af samskiptum munkanna í Þykkvabæjarklaustri og nunnanna í Kirkjubæjarklaustri.
Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland sem er í boði nat.is !!!
Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir: