Þakgil liggur falið skammt frá rótum Mýrdalsjökuls. Inn í gilinu er að finna glæsilegt og notalegt tjaldsvæði með allri nútíma aðstöðu.
Tjaldstæði Þakgil
Lýsing tjaldstæði
Náttúruperlan Þakgil er staðsett á Höfðabrekkuafrétti milli Mýrdalsjökuls og Mýrdalssands 15 km frá þjóðveginum. Eins og nafn gilsins bendir til er þar mikil veðursæld og stórbrotin náttúra.
Þjónusta í boði:
Sturta
Rafmagn
Salerni
Gönguleiðir