Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Svartárvatn

Veiði

Svartárvatn er á háheiðinni austan sunnanverðs Bárðardals. Það er 1,9 km² í 395 m hæð yfir sjó og þar er  15b.GIF (6473 bytes) að mestu 2 m djúpt. Í það rennur fjöldi lækja og úr því Svartá til Suðurár. Fjöldi veiðileyfa á dag er ekki takmarkaður. Óski fólk eftir að leigja báta, þarf að panta fyrirfram. Í vatninu er bleikja, sem er yfirleitt fremur smá, en þó góður fiskur. Þörungar hafa oft spillt veiði seinnipartinn í júní. Ísdorg er líka stundað á vatninu.

Vilji veiðimenn komast alla leið umhverfis vatnið verða þeir að ganga 2 km. Vatnið var fisklaust á seinni hluta 19. aldar, þegar framtakssamur bóndi í Svartárkoti flutti lifandi bleikju úr Mývatni og sleppti í vatnið. Hann setti líka frjóvguð bleikjuhrogn í vatnið og lét þau klekjast út. Þetta mun vera fyrsta tilraunin til fiskiræktar, sem áreiðanlegar heimildir eru til um hérlendis. Netveiði er stunduð í vatninu til að halda stofninum í jafnvægi.

Myvatn 80 km | Aldeyjarfoss 15 km <-Svartárvatn-> Kidagil 20 km

 

Myndasafn

Í grennd

Bárðardalur
Bárðardalur er milli Fljótsheiðar í austri, Fnjóskadals í vestri og Aðaldals í norðri. Hann teygist suður að mörkum Sprengisands og Ódáðahrauns og er …
Bárðargata
Bárðargata er nafn á leið um Vonarskarð frá Bárðardal suður í Fljótshverfi. Bárður Heyangurs-Bjarnason nam Bárðardal frá Kálfborgará og Eyjardalsá og …
Gönguleið Herðurbreiðarlindir Svartárkot
Gönguleið Herðurbreiðarlindir Svartárkot Gönguvegalengdin er u.þ.b. 100 km. Eini alvarlegi farartálminn er vatnsskortur á leiðinni, þannig að  verður…
Mjóidalur
Mjóidalur teygist suður frá Bárðardal, langur og mjór, alla leið suður að Kiðagilsdrögum vestanverðum. Vegalengdin frá Mýri í Bárðardal að Ytrimosum á…
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )