Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Skoða Dalir frá Búðardal

Búðardalur

Dalir:

Búðardalur er kauptún við innanverðan Hvammsfjörð. Þar er miðstöð þjónustu við landbúnað í Dalasýslu og víðar. Fyrsta íbúðarhúsið var reist í Búðardal 1899 og var fólksfjölgun þar hæg fram eftir öldinni. Þar er nú nútímalegt mjólkursamlag, sem hefur verið í fararbroddi hvað varðar nýjungar í gerð hinna ýmsu mjólkurafurða og eru t.d. ostar þaðan sérstaklega eftirsóttir. Elzta yfirbyggða sundlaug landsins var 12 km. frá Búðardal, að Laugum í Sælingsdal, en þar er einnig hótel, sem er opið allt árið. Gamla laugin var rifin og ný og glæsileg innilaug var reist.
Samkvæmt Eiríkssögu bjó þar Eiríkur rauði, sem settist að á Vestur-Grænlandi

Mikið er um ár og vötn í Dalasýslu sem bjóða upp á mikla fjölbreytni í veiðiskap og ætti hver veiðimaður að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Fuglalíf er fjölbreytt við Saurbæ, norðan Búðardals. Við háfjöru þar verða eftir fallegar tjarnir, þar sem tína má skeljar og söl.
Þegar ferðin hafst frá Búðardal um Dali er Olis:

Reykhólar 73 kmLaugar 16 km <Búðardalur> Borgarnes 80 km um Bröttubrekku.
Stykkishólmur 86 kmReykjavík 153 km um Bröttubrekku

Myndasafn

Í grennd

Búðardalur
Búðardalur er kauptún við innanverðan Hvammsfjörð. Þar er miðstöð þjónustu við landbúnað í Dalasýslu og víðar. Fyrsta íbúðarhúsið var reist í Búðardal…
Eiríksstaðir
Eiríksstaðir eru eyðibýli í landi Stóra-Vatnshorns í Haukadal. Samkvæmt Eiríkssögu bjó þar Eiríkur   rauði, sem settist að á Vestur-Grænlandi. Hann va…
Hvammur í Dölum
Hvammur er prestssetur og kirkjustaður í Hvammssveit í Dölum með útkirkjur á Staðarhóli, Skarði,  Staðarfelli og í Dagverðarnesi. Katólskar kirkjur st…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Snæfellsnes Dalir Landshlutar Ferðavísir…
Veiði Vesturland
Stangveiði á Vesturlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vesturlandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )