Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Reykjafoss

Reykjafoss

Í Hveragerði í ánni Varmá rennur Reykjafoss. Á bakka Varmár neðan við Reykjafoss má sjá leifar af gömlum húsgrunni. Grunnurinn markar upphaf byggðar í Hveragerði því þar var ullarverksmiðja sem reist var árið 1902 og nýtti fallorku fossins. Innar í Varmárgilinu eru uppistandandi veggir rafstöðvar sem gerð var árið 1929. Þaðan má rekja undirstöður fallstokksins að heillegri stíflunni neðan Hverahvamms. Reykjafoss er 13 metra hár og er rétt fyrir neðan sundlaugina í Laugaskarði og í Lystigarðinum Fossflöt sem markast af Breiðumörk, Skólamörk og Varmá. Ræktun garðsins hófst þar árið 1983 og er þar nú fallegur gróður með leiksvæði, bekkjum og borðum sem ferðamenn geta nýtt sér til útivistar.

Myndasafn

Í grennd

Golfklúbbur Hveragerðis
810 Hveragerði Sími: 483-5090 Fax: 483-4801 hafdae@visir.is 9 holur, par 35 Upphaf byggðar í Hveragerði má rekja til ársins 1902, þegar ullarke…
Hveragerði, Ferðast og Fræðast
Upphaf byggðar í Hveragerði má rekja til ársins 1902, þegar ullarkembistöð var reist við Reykjafoss. Hveragerði er byggt á jarðhitasvæði og þess vegna…
Hveragerðiskirkja
Hveragerðiskirkja er í Hveragerðisprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Hún var byggð á árunum 1967-1972 var vígð 14. maí. Árið 1941 var prestssetrið flut…
Hverasvæðið í Hveragerði
Hveragerði er hluti af jarðhitasvæðis Hengilseldstöðvarinnar í rekbelti Mið-Atlantshafsins. Austar er   breitt gosbelti, sem teygist frá Heklu og Vest…
Varmá
Varmá er í Ölfushreppi og heitir neðst Þorleifslækur. Áin liðast niður Ölfushrepp og sameinast Ölfusá u.þ.b. 6 km frá sjó. Varmá rennur gegnum Hverage…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )