Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Önundarfjörður

Flateyri

Önundarfjörður liggur milli Dýrafjarðar og Súgandafjarðar. Hann er um 20 km langur og 6 km breiður í  mynni en mjókkar mjög, er innar dregur. Há fjöll eru til beggja handa, flest 600-700 m há með mörgum hvössum brúnum og hyrnum. Yzt eru Sauðanes að norðan og Barði að Sunnan. Hann er sæbrattur mjög og klettar frá efstu brún og í sjó niður.

Undirlendi talsvert er fyrir fjarðarbotninum og víða ganga smádalir, sumir byggðir, inn á milli fjallanna við fjörðinn. Þeir eru flestir vel grónir.

Önundarfjörð nam Önundur Víkingsson. Hann var einn hinna ættstærstu landnámsmanna, því að hann var launsonur Haralds konungs hárfagra. Þórður, bróðir hans, nam land í Dýrafirði og bjó í Alviðru. Stundum hafa mikil og váleg slys orðið á Önundarfirði, eitt hið mesta árið 1812, þegar sjö skip þaðan týndust í einum og sama róðri. Fórust með þeim um 50 manns og urðu eftir það mannfall 16 ekkjur í sveitinni.

Svo undarlega hafði brugðið við, að bæði vikurnar næstu á undan og eftir var algert aflaleysi í firðinum en daginn, sem skipin fórust hlóðu allir á skammri stundu. Þeir fórust, sem ekki köstuðu fiskinum fyrir borð. Í Önundarfirði eru fjórir bæir með sama nafni, heita Kirkjuból, og mun slíkt einsdæmi í nokkurri einstakri byggð á landinu.

Yzta byggð við vestanverðan fjörðinn er Ingjaldssandur og er sandurinn í Mýrahreppi með norðurströnd Dýrafjarðar. Annars var öll byggð við Önundarfjörð eitt sveitarfélag, Mosvallahreppur, fram til 1925, þegar kauptúnið á Flateyri varð sérstakur Hreppur og nær hann inn að Breiðadalsá.

Myndasafn

Í grennd

Dýrafjörður
Dýrafjörður er stærstur fjarða í V-Ísafjarðarsýslu, um 37 km langur og 7 km breiður í miðju og 9 km yzt á   milli Hafnarness að Fjallaskaga. Hann sker…
Flateyri
Flateyri hefur verið verslunarstaður frá 1792 og rak Hans Ellefsen hvalveiðistöð þar um 12 ára skeið. Hvalveiðistöðin brann árið 1901 og í kjölfar þes…
Gemlufallsheiði
Gemlufallsheiði  Gemlufallsheiði milli Dýrafjarðar og Önundarfjarðar Þetta svæði er eitt af atburðarásum svokallaðrar Gíslasögu. Í Bjarnardalnum e…
Holt í Önundarfirði
Holt í Önundarfirði hefur verið mikið höfuðból og prestsetur um aldir og talið meðal beztu brauða landsins vegna ýmissa hlunninda. Holtskirkja var byg…
Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Botn er í Bo…
Súgandafjörður
Súgandafjörður gengur inn milli Galtar og Sauðaness. Hann er nyrzti fjörður V-Ísafjarðarsýslu og þeirra   minnstur, um 13 km langur og um 4 km breiður…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )