Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ölvesvatn Selá Skaga

Ölvesvatn

Ölvesvatn – Vatnasvæði Selár.

Vatnaklasi og lækir. Paradís veiðimannsins.
Ölvesvatn er hið langstærsta á vatnasvæði Selár, en einnig má veiða í Fossvatni, Selvatni, Grunnutjörn, Andavatni og Stífluvatni, Eiðsá, Fossá, auk lækja sem renna á milli vatna. Ölvesvatn er um 2,8 km2 að stærð og nokkuð djúpt. Ölvesvatn (vatnasvæði Selár) er á Skagaheiði, í Skefilsstaðahreppi í Skagafirði.

Leiðarlýsing og fjarlægð frá Rvk. og næsta bæjarfélagi:
Fjarlægð er um 366 km. frá Reykjavík og 40 km. frá Sauðárkróki. Afleggjarinn frá Hvalnesi er um 6 km. jeppavegur að Ölvesvatni er opin þegar frost fer úr jörðu !!!.

Veiðisvæðið: Veiði er heimil á öllu vatnasvæðinu, þ.e.a.s. Ölvesvatni, Fossvatni, Selvatni, Heyvötnum, Grunnutjörn, Andavatni, Stífluvatni, Eiðsá, Fossá , auk lækja sem renna á milli vatna.

Gisting:  Hægt er að kaupa leyfi til að tjalda á Hvalnesi auk þess sem að við Ölvesvatn er hægt að leigja 3 aðstöðuhús með eldunar- og gistiaðstöðu fyrir allt að 6 manns í hvoru húsi. Þar er einnig kamar. Aðstöðuhúsin þarf að panta með fyrirvara hjá umsjónarmanni í Hvalnesi í s: 453-6520 eða GSM: 821-6520 eða senda tölvupóst á netfangið: hvalnes730@simnet.is.

Veiðikortið:

Veiði:  Á vatnasvæðinu er bæði bleikja og urriði. Mikið er af ½ – 3 punda fiski á vatnasvæðinu, ásamt urriða, sem getur orðið allt að 6-7 pund.

Daglegur veiðitími:  Heimilt er að veiða allan sólarhringinn.

Tímabil: Veiðitímabilið veltur öllu jöfnu á veðri, en yfirleitt er ekki orðið fært upp að vatni fyrir en seinnihluta maí og stendur veiðitíminn yfirleitt fram í miðjan september, en þá veiðist minna af bleikju.

Agn:  Leyfilegt agn er fluga, maðkur, makríll og spónn. Góð aðstaða er til fluguveiða.

Besti veiðitíminn: Veiði er nokkuð jöfn yfir daginn.

Reglur:
Aðgengi að veiðisvæðinu er takmarkað og öruggara að panta veiðleyfi fyrirfram til að tryggja sér aðgang. Bókanir með aðstöðuhúsi njóta forgangs. Handhöfum Veiðikortsins ber að skrá sig í Hvalnesi og fá lykil að svæðinu. Sýna þarf Veiðikortið og skilríki. Netaveiði er stranglega bönnuð svo og meðferð skotvopna. Einnig er stranglega bannað að skilja eftir sig rusl og aka utan vega. Börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd með korthafa. Í Hvalnesi fá veiðimenn veiðiskýrslur til útfyllingar og upplýsingar um svæðið. Veiðiskýrslum og lyklum ber að skila við lok veiða í Hvalnesi. Einnig þaf að ganga frá leyfi til að tjalda á bænum ætli menn að vera yfir nótt. ATH. að svæðið er lokað fyrir öðrum en þeim sem hafa veiðileyfi/kort og börnum í fylgd korthafa undir 14 ára aldurs, þ.e.a.s. að fullorðnum einstaklingum er óheimilt að fara inn á svæðið nema með veiðileyfi eða Veiðikortið.

Veiðivörður / umsjónarmaður á staðnum:
Bjarni Egilsson og fjölskylda á Hvalnesi, S: 453-6520.

Myndasafn

Í grennd

Bergskáli á Skaga
Á Bergskála bjó refaskyttan Gunnar Einarsson og kenndi sig við Bergskála á Skaga. Hann var fæddur  árið 1901 og andast árið 1959. Lenti í tveimur alva…
Húnaflói
Húnaflói milli Stranda og Skaga er stærstur norðlenzkra fjarða. Mesta breidd hans er í kringum 50 km  milli Skaga og Krossaness. Lengd hans frá mynni …
Laxá í Skefilsstaðahreppi
Hún fellur til sjávar í Skagafjörð, nánast beint austur af Laxá á Refasveit, sem fellur til Húnaflóa. Laxá er   tveggja stanga á, geysifalleg, afar lö…
Selvík, Skagaheiði
Selvík er bezti lendingarstaður Skagafjarðarmegin á Skaga. Rústir verbúða eru greinilegar á Selnesi við   víkina norðanverða. Þýzkaleiði gefur til kyn…
Skagi
Skagi er milli Húnaflóa og Skagafjarðar, u.þ.b. 50 km langur og 30 km breiður. Nyrzt er Skagaheiði, fremur láglend, en sunnar rísa há fjöll og dalir, …
VÖTN á SKAGA
Víða um land eru staðir og svæði utan alfaraleiðar, sem fáir hafa heimsótt - ekki nennt að leggja lykkju á leið sína. Þeir, sem ætla að kynnast landin…
Veiðikortið
Kaupa Veiðikortið

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )