Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Mesta eldgos Jarðar

Mesta eldgos, sem sögur fara af á jörðinni, varð á eyjunni Sumabawa, þegar eldfjallið Tambora sprakk í loft upp. Aska og brennisteinsgas þeyttist upp í heiðhvolfið og móðan hafði áhrif á loftslag um allan heim.

Mestu eldgos á jörðinni eru sprengigos, sem valda gjóskuflóðum. Þá stendur strókur af vikri, ösku og gasi upp úr gígnum og glóandi heitt flóð streymir frá honum með jörðu í allar áttir. Þessi heitu eldský eru mestu skaðvaldar í eldfjallalöndum og valda gjöreyðingu. Svona gos eru næstum óþekkt á Íslandi. Íslenzk þeytigos eru flest plínísk, lík gosinu í Vesúvíusi árið 79 e.Kr., þegar Pompei og Herkulaneum eyddust og Plíníus eldri fórst. Öskustrókurinn dreifist víða um heiðhvolfið. Ef streymið nær vissum mörkum og gjóskan streymir hraðar, nær hún ekki að blandast andrúmsloftinu og fellur til jarðar umhverfis gosopið eins og glóandi snjóflóð. Hæð gjóskustróksins lækkar, þótt uppstreymishraðinn aukist. Þumalfingursreglan er sú, að fari streymi plínískra gosa fram yfir 300.000 tonn á sekúndu, breytast þau í gjóskuflóð.
Merki slíkra flóða finnast í kringum fornar tertíereldstöðvar á Íslandi, einkum á Austurlandi. Slík merki, ættuð frá Tindfjallajökli, hafa fundizt í Þórsmörk og í Grundarmön á Snæfellsnesi. „Ignimbrite” er almennt heiti gjóskuflóða (lat.: ignis = eldur; imber = ský) og gæti kallast kófaska eða kófgjóska á íslenzku.

Tambora gaus >50 km³ af gjósku á þremur dögum (Skaftáreldar koma næstir með 14 km³). Þegar gosið hófst var Napóleon á leið frá Elbu til Parísar og Bretar höfðu náð Austur-Indíum frá Frökkum nokkrum árum áður undir forystu Sir Thomas Stamford Raffles, sem varð landstjóri þeirra og settist að á Jövu. Hann safnaði upplýsingum um gosið og birti í merkri bók, „History of Java“. (Raffles-hótelið í Singapúr).

Um þær mundir sem 100 daga stjórn Napóleons lauk með ósigrinum við Waterloo, gekk í garð eitthvert versta loftslagstímabil Vestur-Evrópu og samtímamenn áttuðu sig ekki á samhengi harðindanna og gossins árið áður.

Sextíu og sjö árum síðar barst móðan frá Krakatá (1883) um allan heim og vakti hugmyndir um, að hallærið 1816 tengdist Tambora árið 1815.

Fyrstu merkin um að Tambora væri að vakna fundust árið 1812, þegar dökkt ský myndaðist við toppin á eldfjallinu og miklir dynkir heyrðust af og til næstu 3 árin. Hinn 5. apríl 1815 heyrðist mikil sprenging víða um Austur-Indíur (innan 800 km radíuss). Lítil aska féll á Austur-Jövu. Hinn 10. apríl varð enn þá meiri sprenging (1500 km radíus) og jörðin titraði á Jövu í 600 km fjarlægð. Höfðingi byggðarinnar í Sanggar sá 3 eldsúlur rísa upp úr eldfjallinu, sem breyttist í logandi eldhaf. Um 10.000 manns fórust strax í gjóskuflóðum í grennd við fjallið og næstu þrjá daga var dimmt eins og um nótt á Madúraeyju í 400 km fjarlægð. Vestan Tambora olli gjóskufall uppskerubresti, sem felldi 38.000 manns á Sumbawa og 44.000 manns á Lombok.

Eldvirkni í Austur-Indíum á rætur að rekja til sökks. Jarðskorpuflekinn, sem Ástralía er á, færist hægt og bítandi (7,8 sm á ári) til norðurs og mætir Asíuflekanum við indónesísku eldfjallaeyjarnar á suðurbrún hans. Mikil átök verða, þegar 100 km þykkir flekar rekast saman og mikil jarðskjálftavirkni allt niður á 300 km dýpi og líka eldvirkni, sem hefur hlaðið upp eyjunum á 3000 km langa, bogadregna línu á flekamótunum. Tambora er á 8°S, skammt austan Bali, á stórum skaga og er 50 km í þvermál. Sökkull þess nær niður á 1 km dýpi í Floreshafi. Þar var hæsta fjall Austur-Indía fyrir gosið 1815 (>4.000 m) en er nú 2.850 m hátt. Askja fjallsins er 8 km í þvermál og rúmlega 1.200 m djúp og þverhnípt með stöðuvatni á regntímanum. Þetta er dýpsta askja heims. Esjan kæmist vel fyrir ofan í henni og vantaði samt 300 m á, að hún væri full.

#Heimild: Grein Haraldar Sigurðssonar Tambora 1815: Mesta eldgos á jörðinni á sögulegum tíma í Náttúrufræðingnum 63 ár, 3-4 hefti 1993.

Mesta gosið, sem vitað er um á sögulegum tíma á Íslandi varð árið 1875.
Askja Dyngjufjöll

Lakagígar urðu til í einhverju mesta hraungosi á jörðunni á sögulegum tímum.

Myndasafn

Í grennd

Askja Dyngjufjöll
Dyngjufjöll eru mikið fjallabákn (600 km²) í sunnanverðu Ódáðahrauni. Þetta fjalllendi umlykur 50 km² stóra sigdæld (öskju), sem heitir Askja. Fjöllin…
Eldgos á Íslandi
Eyjar í Atlantshafi, sem orðið hafa til á rekás Atlantshafshryggjarins: Asoreyjar, Bermuda, Madeira, Kanaríeyjar, Ascension, St. Helena, Tristan da Cu…
Eyjafjallajökull
Eyjafjallajökull, virkar gosstöðvar Eyjafjöll eru meðal hærri fjalla landsins (1666m) og nafngjafi þeirra er Vestmannaeyjar skammt undan ströndinni. …
Ferðast og Fræðast,
Ferðast og Fræðast Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan hringinn. Nún…
Fimmvörðuháls
Leiðin yfir Fimmvörðuháls frá Þórsmörk, Skagfjörðsskála í Langadal, Húsadal og frá skála Útivistar í yfir Fimmvörðuháls til Skóga er 22-24 km. [frá Bá…
Hekla
Eldfjallið Hekla Hekla stendur á u.þ.b. 40 km langri gossprungu með na og sv stefnu, en sjálft fjallið er nærri 5 km langt. Hæð þess losar 1500 m og …
Jarðfræði Íslands
Eyjar í Atlantshafi, sem orðið hafa til á rekás Atlantshafshryggjarins: Asoreyjar, Bermuda, Madeira, Kanaríeyjar, Ascension, St. Helena, Tristan da Cu…
Krafla
Nafnið á fjallinu, sem heitir Krafla, hefur teygzt út yfir háhitasvæðið suðvestan þess eftir tilkomu  virkjunarinnar frá 1974. Leirhnjúkur er á syðsta…
Lakagígar
Lakagígar urðu til í einhverju mesta hraungosi á jörðunni á sögulegum tímum. Það hófst 8. júní 1783 á  suðvesturhluta gossprungunnar, þar sem hét Varm…
Sumabawa Indónesía
Mesta eldgos, sem sögur fara af á jörðinni, varð á eyjunni Sumabawa, þegar eldfjallið Tambora sprakk í loft upp. Aska og brennisteinsgas þeyttist upp …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )