Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Leirufjörður

Leirufjörður

Leirufjörður er minnstur og syðstur Jökulfjarða. Hann er smám saman að fyllast af framburði frá Drangajökli. Höfuðbólið Dynjandi stóð vestan fjarðar og samnefnd á, sem fellur í samnefndur fossi í sjó fram, rennur skammt þaðan. Sunnan eyðibýlisins er Dynjandisdalur með fornri leið um Dynjandisskarð (574m) og til Unaðsdals við Djúp. Gamlir símastaurar á leiðinni gera hana auðrataða. Tröllafell skilur dalinn að frá Múladal, sem gengur inn af honum til vesturs. Drangarnir upp úr fjallinu eru steinrunnin nátttröll.

 Ferðamenn, sem komu norðan úr Hrafnfirði, gerðu þeir vart við sig frá Breiðanesi handan fjarðar til að fá bátsferð yfir fjörðinn. Andstæðurnar í landslagi Leirufjarðar eru miklar, tærir lækir, jökulgori, gráar leirur, mýrar og blómum prýddar malareyrar.

Gönguleiðin um Höfðaströnd til Grunnavíkur er falleg og auðveld.

Myndasafn

Í grennd

Hornstrandir
Hornstrandir Vestfjörðum Nyrsti hluti Vestfjarða er Hornstrandir, sem markast af Geirólfsgnúpi í austri og nú eru vesturmörkin oftast miðuð við Rit v…
Jökulfirðir
Austur úr Ísafjarðardjúpi utarlega, milli Bjarnarnúps og Grænuhlíðar, gengur flói eða breiður fjörður, nokkrir firðir kvíslast frá til norðurs, austu…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )