Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Laugarnes

Gömlu þvottalaugarnar

Laugarnes í Reykjavík

Laugarnes er milli vogsins, sem gefur Reykjavík nafn, og Viðeyjarsunds. Þar bjó Þórarinn Ragabróðir, lögsögumaður, upp úr miðri 10. öld. Mágkona hans var Hallgerður langbrók. Hún bjó þarna um tíma og bar beinin. Hallgerðarleiði gefur til kynna, að hún liggi þar grafin. Páll Jónsson, biskup, getur um kirkju þar um aldamótin 1200. Hún var lögð niður 1794 og þar sjást enn merki kirkjugarðsins.

Jörð Laugarnessbæjarins náði yfir Seltjarnarnes og suður í Fossvog. Engey var lengi spyrt við Laugarnes. Ögmundur Jónsson, biskup, átti þessar jarðir um tíma og eftir hans daga var mikið deilt um eignarétt þeirra. Anna Vigfúsdóttir frá Stóru-Borg átti þær um skeið, síðar Gísli Hákonarson lögmaður.

Laugarnes ReykjavikÁrið 1703 voru skráðar þrjár hjáleigur, Norðurkot (Sjávarhólar), Suðurkot og Barnhóll. Biskuparnir Hannes Finnsson og Steingrímur Jónsson áttu jörðina um tíma. Reisulegur biskupsbústaður var byggður fyrir Steingrím í Laugarnesi. Hann settist þar að 1826 en húsið var illa byggt og varla íbúðarhæft. Þarna var svipað uppi á teningnum og við byggingu dómkirkjunnar. Biskup greiddi dönsku iðnaðarmönnunum staðaruppbót og hluta hennar í öli og brennivíni. Þarna bjó Steingrímur til dauðadags 1845. Jón Sigurðsson var skrifari hans um skeið og bjó hjá honum. Þar komst Jón í feitt, því Steingrímur áttimikið og gott skjalasafn um sögu og málefni Íslands. Næsta biskupi, Helga G. Thordersen, var veitt leyfi til að flytjast brott vegna vosbúðar og fjarlægðar frá Reykjavík.

Eftir miklar deilur fékk bæjarstjórn Reykjavíkur leyfi til að kaupa jörðina af stjórnvöldum landsins. Danska IOGT-reglan lét byggja holdsveikraspítala í Laugarnesi árið 1898. Hann var rekinn til 1940. Þá lagði brezka setuliðið hann undir sig. Húsið brann árið 1943. Laugarnesstofa (biskupssetrið) var rifin fyrir aldamótin 1900. Byggð fór að myndast í Laugarnesi í kringum og eftir 1930. Gömlu sundlaugarnar voru við Laugarnesveg, nokkurn vegin beint á móti gatnamótunum við Reykjaveg.

Það má geta þess að Laugarness er getið í Njálu, en á landnámsöld mun Ragi sonur Ólafs hjalta hafa eignast Laugarnesið, en hann mun hafa numið land fast á hæla Skalla-Gríms. Eftir því sem Njáls saga hermir hefur Laugarnes því orðið sjálfstæð jörð nokkrum áratugum eftir að land byggðist. Þar segir að Þórarinn Ragabróðir, sem var lögsögumaður eftir Hrafn Hængsson, hafi búið í Laugarnesi. Þórarinn fór með lögsögu 950-969. Mágkona Þórarins, Hallgerður Höskuldsdóttir, betur þekkt undir viðurnefninu langbrók.

Hinn landsþekkti fjöllistamaður, Hrafn Gunnlaugsson (f.17.06. 1948) býr í eigin umhverfi að Laugarnestanga 65.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar er þar skammt frá.

Myndasafn

Í grennd

Eyjarnar í Kollafirði
Eyjarnar í Kollafirði skipa mikilvægan sess í sögu Reykjavíkur en þar hefur verið stundaður búskapur ýmis konar einkum nýting hlunninda svo sem fuglse…
Gufunes
Nú á dögum er Gufunesið hluti af Grafarvogshverfi. Norðaustan og norðan þess er Eiðsvík og  og að sunnan er Grafarvogur. Ein útgáfa Landnámu segir…
Laugarneskirkja
Laugarneskirkja er í Laugarnesprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Laugarnessöfnuður var  stofnaður 1940 og kirkjan var vígð 1949. Guðjón Sam…
Reykjavík
Reykjavík Reykjavík er höfuðborg Íslands með u.þ.b. 38,1%% af íbúum landsins. Eins og í öðrum höfuðborgum sitja stjórnvöld landsins í Reykjavík og fl…
Reykjavík fleiri skoðunarverðir staðir
Aðalstræti er elsta gata Íslands. Hún er talin hafa verið sjávargata Víkurbænda frá suðurendanum niður í Grófarnaustið. Hún er talin hafa verið sjávar…
Saebraut Gönguleið
Hard Rock Coastline Gönguferð Saebraut Er samtals Km. 9 löng og aðeins um 4 metrar á breidd. Strandlengjan er frá Gróttu í vestri og til Viðeyjar að a…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )