Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Gufunes

Gömlu þvottalaugarnar

Nú á dögum er Gufunesið hluti af Grafarvogshverfi. Norðaustan og norðan þess er Eiðsvík og  og að sunnan er Grafarvogur.

Ein útgáfa Landnámu segir frá Katli gufu Örlygssyni, sem átti þar vetursetu og önnur frá Gufu Ketilssyni. Getgátur eru einnig uppi um aðra ástæðu nafngiftar nessins, þ.á.m. uppgufun úr leirunum í sólskini um fjöru. Þarna var líklega snemma sjálfstæð jörð og um 1150 var þar kominn kirkja (Maríukirkja). Hús bæjarins, kirkjan og kirkjugarðurinn voru á hól vestan núverandi skrifstofubyggingar áburðarverksmiðju. Í kringum 1217 komu upp deilur um erfðamál eftir Jórunni auðgu, sem Snorri Sturluson átti hlut að.

Þá var ræktað korn á Gufunesi eins og örnefnið Akurinn ofan Fjósakletta gefur til kynna. Einnig er líklegt, að jörðin hafi átt hlut í laxveiðum í Elliðaánum 1235. Viðeyjarklaustur eignaðis jörðina í kringum 1313 og hún er skráð sem slík 1395. Samtímis því var stunduð verzlun á Gufunesi. Við siðaskiptin 1248 varð jörðin eign konungs. Skömmu eftir að Skúli fógeti Magnússon fluttist til Viðeyjar lét hann flytja þaðan spítala, eða dvalarstað eldri borgara, til Gufuness (1752). Hann var lagður niður 1795. Jörðin var seld skömmu fyrir aldamótin 1800 og Bjarni Thorarensen skáld bjó þar 1816-33, þegar hann var dómari í landsyfirrétti.

Kirkjan var lögð af 1886 og beinin úr kirkjugarðinum voru flutt í nýjan reit sunnar í túninu 1978, þegar hafizt var handa við byggingu áburðarverksmiðjunnar. Kirkjunni barst altari, frá Úlfarsfelli eftir að hún var lögð af. Það var lengi nýtt sem búrskápur þar til Hálfdán Helgason flutti það að Mosfelli, þar sem það var notað við hjónavígslur. Loks komst það í eigu Reykjalundar, þar sem það var gert upp og notað við messur. Bæjarsjóður Reykjavíkur keypti Gufunes, Knútskot og Geldinganes 1924 og Landsíminn lét reisa þar fjarskiptastöð 1935 vegna talsambands við útlönd.

Myndasafn

Í grennd

Reykjavík
Reykjavík Reykjavík er höfuðborg Íslands með u.þ.b. 38,1%% af íbúum landsins. Eins og í öðrum höfuðborgum sitja stjórnvöld landsins í Reykjavík og fl…
Sögustaðir Höfuðborgarsvæðinu
Ýmsir staðir tengdir sögu svæðisins Akurey Alþingishúsið Bessastaðakirkja Bessastaðir – Álftanes …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )