Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Kotstrandarkirkja

Kotstrandarkirkja er í Hveragerðisprestakalli í Árnesprófastsdæmi. Hún var byggð 1909 og vígð 14.  kotstrandarkirkja nóvember sama ár. Hún er úr járnklæddu timbri, um 85 m² og tekur 200 manns í sæti. Samúel Jónsson frá Hunkubökkum á Síðu var yfirsmiður. Gamla altaristaflan er úr Reykjakirkju og Örlygur Sigurðsson málaði málverkið af séra Ólafi Magnússyni. Kirkjugarðurinn á Kotströnd þjónar einnig Hveragerði. Hvergerðingar sóttu Kotstrandarkirkju þar til þeirra kirkja var tilbúin. Garðurinn, sem markar kirkjugarðinn á tvo vegu er prýðilega velhlaðinn og skoðunarverður.

Árið 1909 var ákveðið að leggja niður kirkjurnar að Arnarbæli og Reykjum og leggja sóknirnar til Kotstrandar. Séra Ólafur Magnússon sat í Arnarbæli 1903-1940 og var síðasti prestur þar. Hann þjónaði Kotströnd, Hjalla og Strönd í Selvogi en að honum látnum hafa prestar setið í Hveragerði og Kotstrandarkirkja varð að útkirkju þaðan. Í katólskum sið voru kirkjurnar á Arnarbæli helgaðar heilögum Nikulási.

Myndasafn

Í grennd

Arnarbæli
Bæjahverfið, sem Arnarbæli er hluti af, fékk nafnið Arnarbælishverfi. Arnarbælisforir eru mýrlendi á  þessu frjósama landsvæði. Mikill vatnsagi gerði …
Hveragerði, Ferðast og Fræðast
Upphaf byggðar í Hveragerði má rekja til ársins 1902, þegar ullarkembistöð var reist við Reykjafoss. Hveragerði er byggt á jarðhitasvæði og þess vegna…
Kaldaðarnes
Kaldaðarnes er og var stórbýli austan Ölfusár í Flóa. Ein elzta heimild um staðinn er ferjumáldagi Kaldaðarness frá aldamótunum 1200. Þar er kveðið á …
Kirkjur á hringveginum
Kirkjur á Hringveginum á 6 Dögum Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan h…
Ölfus
Austanverð mörk sveitarfélagsins Ölfus liggja austan Alviðru undir Ingólfsfjalli og um Ölfusá til sjávar. Vestasti bær er Hlíðarendi og sveitarfélagið…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )