Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Keta á Skaga

Keta er gamalt höfuðból og kirkjustaður á austanverðum Skaga og er í Sveitarfélaginu Skagafirði.

Kirkjan í Ketu var útkirkja frá Hvammi í Laxárdal en er nú þjónað frá Sauðárkróki, eftir að Hvammsprestakall var lagt niður 1975. Ketusókn teygir sig yfir í Húnavatnssýslu því að nyrstu bæir á Skaga, Húnavatnssýslumegin, tilheyra sókninni.

Frá Ketu var útræði fyrr á tíð og jörðinni fylgja reka- og silungsveiðihlunnindi. Í landi Ketu eru Ketubjörg, tilkomumikil sjávarbjörg sem eru leifar af eldstöð frá ísöld. Þar er stuðlaberg, gatklettar og drangar og úti fyrir rís úr sjó stakur drangur sem heitir Kerling.

Myndasafn

Í grennd

Bergskáli á Skaga
Á Bergskála bjó refaskyttan Gunnar Einarsson og kenndi sig við Bergskála á Skaga. Hann var fæddur  árið 1901 og andast árið 1959. Lenti í tveimur alva…
Ketukirkja
Ketukirkja er í Sauðárkróksprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi. Keta er bær og kirkjustaður í   Skefilstaðahreppi á utanverðum Skaga að austan. Þar…
Selvík, Skagaheiði
Selvík er bezti lendingarstaður Skagafjarðarmegin á Skaga. Rústir verbúða eru greinilegar á Selnesi við   víkina norðanverða. Þýzkaleiði gefur til kyn…
Skagi
Skagi er milli Húnaflóa og Skagafjarðar, u.þ.b. 50 km langur og 30 km breiður. Nyrzt er Skagaheiði, fremur láglend, en sunnar rísa há fjöll og dalir, …
Vötn á Skaga
Víða um land eru staðir og svæði utan alfaraleiðar, sem fáir hafa heimsótt - ekki nennt að leggja lykkju á sína. Þeir, sem ætla að kynnast landinu sí…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )