Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Ketukirkja

Ketukirkja er í Sauðárkróksprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi. Keta er bær og kirkjustaður í   Skefilstaðahreppi á utanverðum Skaga að austan. Þar var útkirkja frá Hvammi í Laxárdal en sóknin var lögð til Sauðárkróks, þegar Hvammsprestakall var lagt niður 1975 (1970 með lögum).

Timburkirkjan með járnklædda þakinu, sem nú stendur í Ketu, var byggð 1895-96 og stendur á grunni úr hellugrjóti, sem síðar var steypt utan um. Sæti er fyrir 55 manns og yfirsmiður var Árni Guðmundsson, trésmíðameistari, frá Víkum. Kirkjan er turnlaus með fjórum bogagluggum. Klukkurnar eru í litlu porti á vesturgafli hússins. Á prédikunarstólnum eru einu skreytingar kirkjunnar, myndir af Kristi og tveimur postulum. Altaristaflan er eftir Jóhann Briem. Oblátudiskur og kaleikur eru merkisgripir úr tini.

Myndasafn

Í grennd

Kirkjur á Norðurlandi
Listi yfir flestar kirkjur í landshlutanum Akureyrarkirkja …
Skagi
Skagi er milli Húnaflóa og Skagafjarðar, u.þ.b. 50 km langur og 30 km breiður. Nyrzt er Skagaheiði, fremur láglend, en sunnar rísa há fjöll og dalir, …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )