Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hesteyri Hesteyrarfjörður

Hesteyri

Hesteyrarfjörður er vestastur Jökulfjarða. Hann er girtur bröttum og skriðurunnum fjöllum niður að sjávarmáli með takmörkuðu undirlendi. Austan fjarðarmynnisins er Lásafjall og að vestan er Nóngilsfjall. Slétta er eyðibýli og fornt höfuðból talsvert langt utan og vestan fjarðarmynnisins á og þar er viti. Stekkeyri er innan Hesteyrar að vestanverðu. Þar var Hekla, hvalstöð norska fyrirtækisins Brödrene Bull, byggð árið 1894 og eyrin fékk nafnið Heklueyri í daglegu tali. Þorpið Hesteyri myndaðist í kringum þennan rekstur. Stöðinni var breytt til síldarverkunar, þegar Norðmenn hættu hvalveiðum og rústir mannvirkja sjást þar enn þá. Hlíðarburkni (Cryptogramma crispa) er fágæt burknategund, sem vex í hlíðinni ofan eyrarinnar.

Verzlunarstaðurinn á Hesteyri fékk löggildingu 1881 eftir að byggð hafði verið þar um aldir og Ásgeirsverzlun á Ísafirði byggði þar útibú. Aukin umsvif í atvinnurekstri Stekkseyri styrkti byggðina, útgerð var talsverð á árabátum og síðar litlum vélbátum. Reksturinn lagðist af, þegar síldin hvarf 1940 og íbúarnir yfirgáfu staðinn hver af öðrum þar til enginn var eftir 1952. Flestir urðu íbúarnir 80 og þar standa enn þá 12 hús, sem eru notuð til sumardvalar. Hesteyri var læknissetur og þingstaður hreppsins síðustu árin og þar var líka símstöð og loftskeytastöð. Gamla læknishúsið er notað til ferðaþjónustu. Þar eru kaffiveitingar, gistiaðstaða í svefnpokum og eldhús fyrir gesti.

Gönguleiðir
Frá Hesteyri um Kjaransvíkurskarð. Gengið er um Innri-Hesteyrarbrún og vörðuð leið í skarðið. Þá er líka hægt að ganga til vesturs um Fljótsskarð í Fljótavík.

Góð gönguleið liggur frá Hesteyri um Hesteyrardal með Hesteyrará að Látrum í Aðalvík.

Gott útsýni yfir þorpið fæst af Höfða ofan byggðarinnar.

Þá er gönguleið um Götuhjalla með ströndinni undir Nóngilsfjalli á Eyrar. Þaðan liggur skýr gata yfir Staðarheiði að Sæbóli í Aðalvík.

Myndasafn

Í grennd

Fljótavík
Fljótavík er breið vík milli Hvestu og Kögurs á Hornströndum. Byggðin hét Fljót og voru þar þrír bæir. Þar eru Atlastaðir. Geirmundur heljarskinn Hjö…
Veiðileysufjörður
Veiðileysufjörður er u.þ.b. 8 km langur til norðurs og allt að 2 km breiður og þarmeð lengstur  . Hann er girtur bröttum og hömróttum fjöllum og lágle…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )