Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Fljótavík

Fljótavík er breið vík milli Hvestu og Kögurs á Hornströndum. Byggðin hét Fljót og voru þar þrír bæir.

Þar eru Atlastaðir. Geirmundur heljarskinn Hjörsson hafði þar bú og varðveitti það Atli, þræll hans, að sögn Landnámu. Atli tók heila skipshöfn til vetursetu til að sýna, hversu mikill höfðingi húsbóndi hans hlyti að vera, þegar þræll hans þyrði að gera slíkt. Þótti Geirmundi lofið gott og gaf Atla frelsi og bú að launum.

Allbúsældarlegt er í Fljótavík eins og víðar á Hornströndum. Þar er skipbrotsmannaskýli.

Myndasafn

Í grennd

Hornstrandir
Hornstrandir Vestfjörðum Nyrsti hluti Vestfjarða er Hornstrandir, sem markast af Geirólfsgnúpi í austri og nú eru vesturmörkin oftast miðuð við Rit v…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )