Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Héðinsfjarðarvatn

Héðinsfjarðarvatn er í 5-6 km löngum og 1 km breiðum og grösugum dal, sem var í byggð fram til 1857.  er 1,7 km² í 3 m hæð yfir sjó. Vestan dalsins er Hestfjall, þar sem DC-3 flugvél Flugfélags Íslands fórst 29. maí 1947 og með henni farþegar og áhöfn, 25 manns. Auðveldasta leiðin til Héðinsfjarðar var á sjó (35-45 mín. frá Siglufirði), ella er yfir há fjallaskörð að fara með allt á bakinu. Slysavarnarskýli er í Héðinsfirði.
Með komu Héðinfjarðaganga er nú auðvelt að nálgast vatnið.
Veiðifélag Héðinsfjarðar hefur verið með vatnið á leigu.

Það er dálítil vatnableikja og mikil og væn sjóbleikja í vatninu, 1-5 pund. Hún gengur í það síðla sumars. Mikið dýralíf er við vatnið og fuglar spakir. Sögur eru til af rebba, sem hefur heimsótt veiðimenn alls óhræddur og sótt sér fisk fyrir lítið. Þetta vatn var ekki mikið stundað, en á þó sína áhangendur, sem sækjast eftir friði og góðri veiði.
Eftir komu Héðinsfjarðargöng er vatnið mikið stundað.
Veiðihús er við norðurenda vatnsins.

 

 

Myndasafn

Í grennd

Dalvík
Dalvík er kaupstaður í mynni Svarfaðardals. Aðalatvinnuvegirnir eru útgerð, fiskvinnsla, iðnaður og verslun, en þjónusta við ferðamenn eykst sífellt. …
Hofsós
Hofsós er lítið og vinalegt þorp við austanverðan Skagafjörð, tiltölulega stutt frá Sauðárkróki. Hofsós á að baki 400 ára sögu verslunar og viðskipta …
Ólafsfjörður
Ólafsfjörður er kaupstaður við samnefndan fjörð, sem gengur inn úr Eyjafirði. Þar er góð hafnaraðstaða og er fiskvinnsla og útgerð aðalatvinnuvegirnir…
Siglufjörður
Siglufjörður var fyrrum kallaður síldarhöfuðstaður heimsbyggðarinnar, og það ekki að ástæðulausu.  Núna er þar mikil útgerð og fiskvinnsla og ein stær…
Veiði Norðurland
Stangveiði á Norðurlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn.  Laxveiði Norðurlandi vestra …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )