Haukadalur í Dalasýslu er talsvert breiður og grösugur dalur á milli Miðdala og Laxárdals.
Haukadalsvatn er eina stöðuvatnið í sýslunni, mjög djúpt, mjótt og 4 km langt. Þar er nokkur silungsveiði og afrennsli þess, Haukadalsá, er þekkt laxveiðiá.
Miklir skógar, sem voru í dalnum, eru að mestu horfnir.
Þjóðtrúin segir, að ekki megi hreyfa við einu skógartorfunni, sem er eftir norðan við vatnið. Alfaraleið var um Haukadalsskarð til Norðurlands. Frá bænum Hamri í sunnanverðum dalsins sést ekki til sólar í 25 vikur á ári.
Kunnasti sögustaður dalsins er Eiríksstaðir, þar sem Eiríkur rauði bjó, og annar, kunnur af endemum, Jörfi, þar sem Jörfagleðin var haldið.
Haukadalur er líka á Vestfjörðum
Er ekki bara best að ferðast og fræðast um Ísland sem er í boði nat.is !!!
Eins og sjá hér að neðan, tengdar færslur er nat.is að reyna að halda jafnframt um gamlar og nýjar heimildir.
