Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Jörfi er bær í Haukadal

Jörfi er frægur bær í Haukadal, þar sem voru haldnar svokallaðar Jörfagleðir.
Snemma á 18. öld voru   þær orðnar svo hamslausar, að þær voru bannaðar með dómi og hafa ekki verið haldnar síðan. Á síðustu gleðinni komu a.m.k. 19 óskilgetin börn undir. Dalamenn hafa ekki endurvakið hátíðir í þessu formi, þótt þeir hafi kallað árleg hátíðahöld sín Jörfagleði.

Jörfahnjúkur gnæfir ofan bæjar. Vetur einn snemma baðst ferðamaður gistingar með hesta sína en var synjað greiðans. Hann fyrtist við og sagði bóndanum, er hann hélt brott bónleiður, að líklega myndi rýmkast í hesthúsunum hjá honum innan árs. Næsta ár á svipuðum tíma fældust hross bónda og steðjuðu til fjalls, þar sem þau lentu á harðfenni í bröttum hlíðunum og hröpuðu til dauða.

Myndasafn

Í grend

Búðardalur
Búðardalur er kauptún við innanverðan Hvammsfjörð. Þar er miðstöð þjónustu við landbúnað í Dalasýslu og víðar. Fyrsta íbúðarhúsið var reist í Búðardal…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Akrafjall Akrakirkja Akraneskirkja Akureyjar (Skarðsströnd) Akureyjar í Helgafell…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )