Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Haukadalur, sunnan Dýrafjarðar

Dýrafjörður

Haukadalur gengur suður í fjallgarðinn sunnan Dýrafjarðar. Haukadalsá fellur í Haukadalsbót.

Þarna bjó Gísli Súrsson á Hóli. Hann var gerður útlægur fyrir að vega mág sinn, Þorgrím    Haukadalur Þorsteinsson, og var síðan drepinn að Botni í Geirþjófsfirði (Gísla saga Súrssonar)

Í Haukadal eru ýmsir staðir, sem koma við þessa sögu og sumir þeirra hafa verið rannsakaðir (Sigurður Vigfússon). Tvær skálarústir fundust og leitt var getum að því, að önnur þeirra væri leifar bæjar Þorgríms goða. Á Gíslahóli fundust engar minjar en í Vésteinshaugi fundust greinilegar minjar kumls.

Sögunni ber vel saman við ýmiss örnefni í dalnum og staðhætti. Við víkina Haukadalsbót var löggiltur verzlunarstaður 1892 með talsverðum umsvifum um aldamótin og fram á 20. öldina. Þar var líka nokkur vélbátaútgerð um tíma. Fyrsta frystihúsið í héraðinu var byggt þar og síðar flutt inn á Þingeyri. Barnaskóli og samkomuhús voru líka byggð þar.

Árið 1899 voru brezkir togarasjómenn næstum búnir að drekkja Hannesi Hafstein, sýslumanni, þegar hann ætlaði að góma þá í landhelginni. Báti hans var hvolft með þeim afleiðingum að þrír menn drukknuðu, en sýslumaður og tveir aðrir björguðust. Báturinn, sem um ræðir, er í vörzlu Þjóðminjasafnsins. Fyrsti íslenzki skipstjórinn, sem stjórnaði togara hér við land, Guðmundur Kristjánsson (1871-1949), fæddist í Haukadal.

 

Myndasafn

Í grennd

Illdeilur og morð á Vestfjörðum
Smáorrustur, illdeilur, morð og aftökur á miðöldum á Vestfjörðum. Haukadalur Illdeilur og morð á Vestfjörðum Selárdalsk…
Sögustaðir Vestfjörðum
Álftafjörður Álftamýri Arnarfjörður Arnarnes Æðey Barmar Bjarkarlundur Borgarland Botn er í Bo…
Þingeyri
Þingeyri við Dýrafjörð er elzti verzlunarstaður í V.- Ísafjarðarsýslu. Þar er góð höfn og kauptúnið fór að myndast á síðari hluta 18. aldar. Þar er ei…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )