Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Haukadalsá

Haukadalsá er væn 6 km löngbergvatnsá, sem fellur úr Haukadalsvatni til sjávar í Hvammsfjarðarbotn.   Haukadalsvatn er stærsta stöðuvatn Dalasýslu og vatnasvið árinnar er alls 239 km2. Hún er veidd með 5 stöngum. Meðalveiðin á árunum 1974 til 2010 var 695 laxar á ári. Minnst veiddist árið 1997, 331 lax, en mest árið 1988, 1232 laxar. Veiðin var orðin 521 lax hinn 31. ágúst 2011 en lokatölur árið 2010 voru 1174 laxar.

Talsverð sjóbleikja brunar í gegn og veiðist í efri Haukadalsá, sem fellur í vatnið.
Gott veiðihús með þjónustu er við ána.
Vegalengdin frá Reykjavík er um 140 km um Hvalfjarðargöng og 15 km frá Búðardal.

 

Myndasafn

Í grennd

Búðardalur
Búðardalur er kauptún við innanverðan Hvammsfjörð. Þar er miðstöð þjónustu við landbúnað í Dalasýslu og víðar. Fyrsta íbúðarhúsið var reist í Búðardal…
Veiði Vesturland
Stangveiði á Vesturlandi. Hér er listi yfir flestar laxveiðiár og silungsár og -vötn. Laxveiði Vesturlandi …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )