Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Haukadalsheiði

Jarlhettur from Haukadalsheidi

Haukadalsheiði í Biskupstungum

Svæðið norðan Haukadals í Biskupstungum, allt inn að Sandvatni og Fari, ber þetta nafn, Haukadalsheiði. Fyrrum var gróðri vaxin með mýrum og mólendi. Síðustu tvær aldirnar hefur það orðið auðnin ein, allt fram á brúnir Haukadals. Þar hefur verið unnið mikið starf við uppgræðslu síðustu áratugina. Árangurinn er farinn að koma í ljós og að mestu er hætt að bera á hinum mikla rykmekki, sem hvassar norðaustanáttir ollu.

Um heiðina liggur hluti hins svokallaða „línuvegar”, sem hefst við Brunna á Kaldadalsleið og endar niðri í Haukadal eða á Kjalvegi norðan Gullfoss.

Gönguleið upp á heiðina hefst í Skógræktinni í Haukadal.  Þegar upp er komið, er hægt að halda alla leið að Hagavatni, út á Kjalveg í austri eða að Brunnar í vestri.

Myndasafn

Í grennd

Geysir
Þessi frægasti og fyrrum stærsti goshver heims er talinn hafa myndazt við mikla jarðskjálftahrinu í lok 13. aldar. Oddaverjaannáll segir um árið 1274,…
Gullfoss
Gullfoss í Hvítá Gullfoss er í Hvítá, þar sem hann fellur í tveimur þrepum niður í Hvítárgljúfur, sem eru allt að 70 m      djúp.  Efri fossinn er u…
Haukadalur
Haukadalur á suðurlandi Haukadalur var fyrrum stórbýli og höfðingjasetur. Þar var kirkja helguð Maríu guðsmóður, Andrési postula, Marteini biskupi og…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )