Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Hallgrímskirkja í Saurbæ

Kirkjan í Saurbæ

Hallgrímskirkja í Saurbæ

Kirkjan á Hvalfjarðarströnd er í Saurbæjarprestakalli í prófastsdæmi Borgarfjarðar.

Kirkjan í Saurbæ, sem var vígð 1957, er helguð minningu Hallgríms Péturssonar, sem var þar sóknarprestur á árunum 1651-69. Árið 1934 var efnt til samkeppni um teikningu að kirkjunni en engin þeirra hlaut náð fyrir augum dómnefndar. Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins var falið að teikna hana. Undirstöður voru steyptar en verkinu var frestað vegna síðari heimsstyrjaldarinnar.

Að Guðjóni látnum var Sigurði Guðmundssyni og Eiríki Einarssyni, arkitektum, falið að teikna nýja kirkju árið 1953. Hún var minni og einfaldari en hin fyrri en reist á hinum tilbúna grunni. Kirkjan er 21,35 m löng, kirkjuskipið 9,4 m breitt og kórinn 11,4 m. Hún er úr steinsteypu og prýdd dönskum múrsteini að innan. Þakið er koparklætt og turninn er 20 m hár. Byggingarstíll hennar er samspil klassískra forma og nútíma efnisnotkunar.

Útkirkjur eru á Leirá og Innra-Hólmi. Staðurinn er kunnastur fyrir setu séra Hallgríms Péturssonar (1614-1674) þar á árunum 1651-1669. Hann er meðal mestu trúarskáldum þjóðarinnar og þekktasta verk hans er Passíusálmarnir, sem hann orti í Saurbæ.

Gerður Helgadóttir skreytti gler kirkjunnar og sótti efnið í Passíusálmana, s.s. „Um dauðans óvissa tíma“ og „Allt eins og blómstrið eina.

Finnski listamaðurinn Lennart Segerstråle gerði freskómynd í stað altaristöflu. Róðukross á altari er líklega frá því um 1500. Hann var í kirkju Hallgríms á 17. öld. Hin minningarkirkjan um séra Hallgrím, hin stærsta á landinu, er vitaskuld Hallgrímskirkja í Reykjavík.
Hallgrímskirkja í Vindáshlíð.

Myndasafn

Í grennd

Bifröst
Bifröst í Borgarfirði ásamt Hreðavatnsskála eru tilvaldir staðir fyrir ferðamenn að staldra við á leið sinni um Borgarfjörð. Umhverfið er mjög ólíkt l…
Borgarnes
Borgarnes Borgarnes og nokkur sveitarfélög í Mýrarsýslu sameinuðust fyrir nokkru undir nafninu Borgarbyggð. Borgarnes er í landi Borgar á Mýrum og hé…
Hvalfjörður
Hinn fagri Hvalfjörður gengur inn úr Faxaflóa milli Akraness og Kjalarness. Hann er u.þ.b. 30 km   langur, 4-5 km breiður og víðast alldjúpur. Mesta d…
Kirkjur á hringveginum
Kirkjur á Hringveginum á 6 Dögum Fyrstu árin eftir að hringvegurinn var opnaður (1974) kepptist fólk um að setja hraðamet eða aka aftur á bak allan h…
Kirkjur á Íslandi
Það er erfitt að draga skörp landfræðileg skil milli kirkna, kirkjustaða og sögu kristninnar á milli. Á þessum vef fer skiptingin ekki eftir prófastsd…
Sögustaðir Vesturlandi
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Borgarfjörður Akrafjall Akrakirkja Akranes Akraneskirkja …

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )