Á Hagaey var áður þing sýslunnar, sem dregur nafn af henni, en hún var landföst áður en kvísl úr Þjórsá sló sér austur fyrir hana. Enn þá sjást merki um mannvirki þar, sem líkjast dómhring og örnefnin Þinghóll og Gálgaklettar styrkja þessa kenningu. Í vesturkvíslinni, sem er vatnslítil, er Hestafoss og í meginkvíslinni, hinni austari, er Búðafoss eða Búði við efsta hluta Árnessins. Þar eru margar búðatóttir. Eyjan hefur blásið mikið upp og er ekki nytjamikil. Minjar þar eru friðlýstar.
Virkjanir:
Vatn sem rennur um Hvammsvirkjun( Hagaey) áður verið nýtt til orkuvinnslu í sex aflstöðvum sem staðsettar eru ofar á svæðinu.
Við árnar eru Búrfells-, Sultartanga-, Hrauneyjafoss– og Sigölduvirkjanir.
Ferðast og fræðast.