Íslenski ferðavefurinn

  • endursetja

Haganesvík

miklavatn

Haganesvík er fyrrum kauptún í Fljótum við samnefnda vík inn úr Fljótavík. Alfaraleiðin var þarna með   ströndinni og þá var eðlilegt að verzlunarstaður myndaðist. Hann fékk löggildingu árið 1897. Áður voru tvær sveitaverzlanir í Fljótum, s.s. á Hraunum frá 1879 og Yzta-mói frá 1890. Engu að síður sóttu Fljótamenn aðallega verzlanir á Siglufirði og Hofsósi. Um aldamótin 1900 var verzlun Einars B. Guðmundssonar flutt frá Hraunum til Haganesvíkur og skömmu síðar tók Gránufélagið við rekstrinum. Þá var stofnað Kaupfélag Fljótamanna, sem hætti fljótlega vegna erfiðleika í rekstri. Samvinnufélag Fljótamanna var stofnað 1919. Það byggði verzlunarhús, sláturhús og frystihús. Höfnin er fyrir opnu hafi og ótrygg, þannig að öruggast er að setja báta upp. Þarna var mikil verstöð, einkum tengd hákarlaveiðum. Þarna er ekki lengur um útgerða að ræða nema til sjálfsafla.

Bréfhirðing hófst í Haganesvík árið 1896 og póstafgreiðsla frá 1929. Landsímastöð hóf starfsemi árið 1910. Þingstaður Fljótamanna var þar og félagsheimili. Gistihús var byggt og starfrækt um tíma. Skákfélagið, sem var stofnað um 1930 varð að málfundafélagi og síðan að ungmennafélagi. Vegna mikilla snjóþyngsla niðri við sjóinn var farið að huga að snjóléttari leið í gegnum Fljótin, þegar landflutingar færðust í vöxt. Núverandi vegastæði er mun snjóléttara og lagning þessa nýja vegar olli landauðn í Haganesvík. Nú er aðalþjónustumiðstöð sveitarinnar að Ketilási við vegnamót Siglufjarðarvegar og vegarins yfir Lágheiði. Eina starfsemin, sem varð eftir niðiri í Haganesvík var rekstur frystihússins vegna geymslu á kjöti.

Myndasafn

Í grennd

Fljót og Stífla
Fljót er nyrzta byggðin í Skagafirði austanverðum. Inn úr Fljótavík er Haganesvík og þar inn af er breitt láglendi með stórum lónum. Þar er aðalbyggði…
Sauðanesviti
Sauðanesviti var byggður á árunum 1933-1934 og árið 1934 var hljóðvitinn jafnframt tekinn í notkun en hann sendi frá sér þrjú hljóðmerki í þoku og dim…
Siglufjörður
Siglufjörður var fyrrum kallaður síldarhöfuðstaður heimsbyggðarinnar, og það ekki að ástæðulausu.  Núna er þar mikil útgerð og fiskvinnsla og ein stær…
Síldín kom og síldin Fór, Síldarleitin!!!
"Síldin kemur og síldin fer" Svipull er sjávarafli - góð og slæm síldarsumur skiptust á þótt hin góðu hafi verið tíðari. Eftir lélega síldveiði á áru…
Sléttuhlíðarvatn, Skagafirði
Sléttuhlíðarvatn er í Fellshreppi í austanverðum Skagafirði. Það er 0,76 km², grunnt og í 14 m hæð yfir   sjó. Aðrennsli er um nokkra læki og útfallið…
Sögustaðir Norðurland
Ýmsir staðir tengdir sögu landshlutans Ábæjarkirkja Aðaldalur Akureyrarflugvöllur Akureyri Innbærinn Árbæjarkirkja Skaga…

Allar ábendingar eru velkomnar. Reynum að hafa staðreyndir eins réttar og mögulegt er.

Veldu landshluta

nat.is er upplýsinga- og ferðavefur um Ísland sem var stofnaður 1998.  Íslenska útgáfan er is.nat.is.    ( nat@nat.is )